Fréttir
Enn hækka tölur um laxadauðann hjá Arnarlaxi: 570 tonn samkvæmt nýjustu tölum
Enn halda tölur um laxadauðann í sjókvíum Arnarlax að hækka. Nýjasta útgáfan er 570 tonn sem er 100 tonna hækkun frá næst nýjustu tölunni. Í meðfylgjandi fréttaskýringu segir yfirdýralæknir fisksjúkdóma hjá MAST að þennan mikla fiskidauða megi rekja til...
59.3 milljón laxar drápust í norskum sjókvíum á síðasta ári: Sjókvíaeldi er óþolandi dýraníð
Í fyrra drápust 59,3 milljónir laxa í sjókvíum við Noreg. Til samanburðar drápust árin þar á undan um 53 milljónir laxar í kvíum hvert ár. Mikill þörungablómi í hafi er skýringin hækkuninni milli ára en um átta milljónir laxa köfnuðu í sjókvíum af þeim sökum í fyrra....
Dýraníð fylgifiskur sjókvíaeldis: Hundruð þúsunda hrognkelsa slátrað hjá SalMar vegna vannæringar
Norski sjókvíaeldisrisinn Salmar, móðurfélag Arnarlax, þurfti að slátra hundruðum þúsunda hrognkelsa sem átti að nota gegn laxalús vegna þess að þau uxu ekki eðlilega, líklega vegna þess að þau fenfu ekki nóg að éta. Sóun og ill meðferð dýra er með eindæmum í þessum...
Laxalúsin er skelfileg plága við strendur Noregs
Hér sést vel hve gríðarleg plága laxalúsin er við strendur Noregs. Ástæðan er sjókvíaeldið. Þegar lúsin stingur sér ofan í sjókvíarnar tímgast hún og fjölgar sér með ógnarhraða. Afleiðingarnar eru skelfilegar fyrir eldisdýrin og villta laxa- og urriðastofna. "Slik...
Laxadauðinn í Arnarfirði getur ekki talist innan eðlilegra marka
„Í grunninn getur það bara ekki verið eðlilegt að það sé að drepast 500 tonn af fiski á stuttum tíma. Ef það er eðlilegt þá hljóta menn auðvitað að fara að velta fyrir sér hvort þetta sé iðnaður sem menn geta fært rök fyrir að vera að stunda. Þetta er það gríðarlegt...
Hamfarirnar í Arnarfirði afhjúpa fáránlega stöðu eftirlits með sjókvíaeldi á Íslandi
Þetta er hin furðulega staða þegar kemur að opinberu eftirliti með sjókvíaeldi á Íslandi: Starfsfólk MAST situr á skrifstofunni á Selfossi og tekur við upplýsingum frá fyrirtækjunum sem það á að hafa eftirlit með og veit ekkert hvort þær eru réttar eða rangar....
Forstjóri Arnarlax fer í damage control í viðtali við RÚV um hamfarirnar í Arnarfirði
Merkilegt að stjórnarformaður Arnarlax sleppir að nefna að tvö erlend skip til viðbótar voru fengin á hamfarasvæðið. Annað skráð sem chemical tanker með 3. 200 tonna burðargetu og frá sömu útgerð dæluskip sérhæft í að fjarlægja dauðan lax úr sjókvíum. Dauði laxinn er...
Sjókvíaeldi er skelfilegur búskapur: Hátt í 100.000 dýr hafa drepist í vetrarveðrunum í Arnarfirði
Á vef RÚV er frétt um að fjórar kýr hafi drepist í óveðrinu sem gekk yfir í gær. Svona fréttir skipta okkur máli. Þær eru lýsandi fyrir hversu óblíð náttúruöflin geta verið hér á landi. Aðrir fjölmiðlar en RÚV hafa fjallað um hamfarirnar sem eru í gangi á eldissvæði...
Nú vaxa þær hratt tölurnar yfir lax sem hefur drepist i sjókvíaeldinu hjá Arnarlaxi
Þetta er skelfilegur harmleikur fyrir þessi laxagrey sem eru innilokuð í kvíunum. Einsog að vera í þvottavél í því veðri sem hefur verið hér í vetur og hafa því drepist tugþúsundum saman. Athugið að þetta eru tölur frá því áður en óveðrið skall á. Í fréttinni kemur...
Ekki öll kurl komin til grafar varðandi laxadauðann hjá Arnarlaxi í Arnarfirði
Þarna eru augljóslega miklar hamfarir í gangi. Það streyma ekki að skip, samtals með mörg þúsund tonna burðargetu, til að fást við 100 tonn af dauðum laxi, sem út af fyrir sig er ægileg tala. Og enn er fjölmörgum spurningum ósvarað. Sjá frétt Stundarinnar:...
Laxadauðinn í Arnarfirði allt að 10 sinnum meiri en í fyrstu var gefið upp
Það er nokkuð ljóst að ekki eru öll kurl komin hér til grafar. Laxadauðinn í sjókvíunum er mögulega 10 sinnum meiri en fyrst var gefið upp. Framundan er svo foráttu slæmt veður á morgun og áframhaldandi hvassviðri um helgina. Þetta lítur ekki vel út. Skv. frétt...
Sjókvíaeldisiðnaðurinn verður ekki umhverfisvænn nema hann greiði full gjald fyrir afnot af sameiginlegum auðlindum
Mowi er stærsta sjókvíaeldisfyrirtæki heims. Stefna þess er skýr. Á meðan fyrirtækið þarf ekki að greiða fyrir afnot af hafssvæðum í eigu norsku þjóðarinnar mun það ekki fjárfesta í landeldi. Ástæðan er einföld. Það er ódýrara fyrir þessi fyrirtæki að láta umhverfið...