Sjókvíaeldisrisinn Mowi mun fjarlægja orðin „sjálfbær“ og „umhverfisvænn“ af umbúðum eldislax sem seldur er í Bandaríkjunum og borga 1,3 milljón dollara, eða sem nemur 169 milljónum króna, til að forða sér frá dómsmáli.

Mál var höfðað á hendur Mowi á þeim grundvelli að fyrrnefndar merkingar væru „falskar, misvísandi og blekkjandi“.

Fyrirtækið kaus að semja utan dómssalar og hætta þegar í stað að merkja umbúðir með þessum orðum, enda er eldislax alinn í sjókvíum alls ekki sjálfbær eða umhverfisvæn matvara. Þvert á móti er þessi framleiðsluaðferð skaðleg fyrir náttúruna og lífríkið.

Sjókvíaeldi á laxi er eina dýrapróteinframleiðslan á iðnaðarskala sem skaðar villta stofna með erfðablöndun. Það helspor sjókvíaeldisins eitt og sér ætti að duga til þess að þessi framleiðsluaðferð væri bönnuð.

Sjá umfjöllun Intrafish.