Öruggur meirihluti íbúa á Seyðisfirði hafnar alfarið áformum um sjókvíaeldi í firðinum, þar á meðal er Þóra Bergný Guðmundsdóttir. Hún hefur rekið veitingahús og ferðaþjónustufyrirtæki í áratugi í bænum sem hefur fyrir löngu markað sér sérstöðu fyrir blómlegt mannlíf.

„Nú erum við þar stödd að í bænum hefur verið byggð upp öflug ferða­þjónusta og þar þrífst mergjað menningar- og lista­líf. Í­búar eru með­vitaðir um að f leira þarf að koma til en þær leiðir viljum við sjálf finna og ekki vera tagl­hnýtingar er­lends auð­valds og úr­eltra at­vinnu­greina,“skrifar Þóra í kröftugri grein sem í Fréttablaðinu í dag.

Þóra hafnar öllu tali um atvinnusköpun sjókvíaeldis:

„Því hefur mikið verið flíkað að fisk­eldið færi með sér fjölda starfa og skili miklum arði til sam­fé­lagsins. Í því sam­bandi má benda á að fyrir­tækin starfa eftir sama skatta­módeli og önnur fyrir­tæki í er­lendri eigu og eru í stöðugri skuld við móður­fé­lagið og skila því halla­rekstri ár eftir ár.

Eftir­tektar­vert var það um daginn þegar hið „stönduga“ fyrir­tæki Arnar­lax neitaði að greiða upp­sett gjöld til bæjar­fé­lagsins og vildi setja sína eigin verð­skrá.

Hvað varðar störfin heldur Fisk­eldi Aust­fjarða því fram í frum­mats­skýrslu að hverjum 1.000 tonnum í sjó fylgi 14 störf (8 í eldi + 4 í úr­vinnslu). Þetta jafn­gilti því að á Fá­skrúðs­firði ættu að starfa um 80-100 manns við eldið nú en raunin er að þeir eru ef­laust ekki fleiri en 8 til 10, enda væru Norð­menn ekki að koma til Ís­lands miðað við þessar for­sendur þar sem í norskum lax­eldis­fyrir­tækjum starfa að meðal­tali 1,6 starfs­kraftar við hver 1.000 tonn í sjó.

Undir­skriftum 55% íbúa Seyðis­fjarðar var komið til sveitar­stjóra Múla­þings. Þann 8. desember. Í fram­haldinu var mál­efnið rætt í nýrri sveitar­stjórn og undir­nefndum hennar.

Fljótt varð ljóst að mót­bárur Seyð­firðinga voru létt­vægar fundnar og að­eins fisk­eldis­fyrir­tækið átti sér máls­vara hjá meiri­hluta Sjálf­stæðis­manna og Fram­sóknar í sveitar­stjórninni.

Voru það sannar­lega von­brigði þar sem í sam­einingar­ferlinu var því haldið á lofti að hvert byggðar­lag í nýju sveitar­fé­lagi fengi að halda sér­stöðu sinni og raddir heima­manna skyldu virtar.“