Norska dýralæknastofnunin kynnti í vikunni nýja skýrslu um stöðu heilbrigðismála í fiskeldi í Noregi og þar er staðan áfram kolsvört. Eins og fram kemur í þessari frétt iLaks drápust um 52 milljónir laxa í sjókvíum við Noreg í fyrra. Til að setja þá tölu í samhengi þá nemur hún tólffaldri stærð alls villta norska laxastofnsins og 612faldri stærð íslenska villta laxastofnsins.

Þessi búskaparhættir eru skelfilegri en orð fá lýst. Við hvetjum neytendur til að sniðganga með öllu lax sem hefur þurft að ala líf sitt í sjókvíum.

Á hverju ári segir forsvarsfólk norska eldisgeirans að ástandið sé ekki ásættanlegt og að brýnasta verkefnið sé að stemma stigu við laxadauða. Ekkert breytist þó. Ár eftir ár er vist eldislaxanna jafn ömurleg.

Um 40 laxar drepast í sjókvíunum fyrir hvert tonn sem framleitt er í Noregi. Hér á landi er gert ráð fyrir að árleg framleiðsla í sjókvíum geti mest orðið 106.500 þúsund tonn, miðað við áhættumat Hafrannsóknastofnunar. Það þýðir að um 4,3 milljón laxa muni drepast í sjókvíum hér við land á hverju ári, miðað við sama hlutfall og er í Noregi. Það er fimmtíu sinnum hærri tala en nemur fjölda laxa í villta íslenska stofninum.

Þetta er dýraníð af verstu sort.

https://ilaks.no/dette-er-de-tre-storste-grunnene-til-at-laksen-dor-i-merdene/