Fréttir
Fjárfestar í Bandaríkjunum hafa gríðarlega trú á landeldi
Verðmæti félagsins að baki risastóru landeldisstöðinni í Miami hefur aukist um 50 prósent frá því í maí. Félagið er skráð í kauphöllinni í Noregi og eins og þessi hækkun ber með sér hafa fjárfestar mikla trú á verkefninu. Þegar starfsemi verður komin í fullan gang er...
Tokyo Sushi skiptir alfarið yfir í lax úr landeldi: Dýrari, en mun betri og umhverfisvænni vara
Betri vara og umhverfisvænni segir eigandi Tokyo Sushi um laxinn sem hann fær úr landeldi Samherja í Öxarfirði, í samtali við Stundina. "Andrey Rudkov, stofnandi og eigandi Tokyo-sushi, segir að fyrirtækið hafi byrjað að kaupa landeldislax Samherja nú í sumar....
Eldislaxarnir sem náðust í Fífudalsá voru 9% af hrygningarstofni ársins: Litlir laxastofnar í bráðri hættu
Hér er ítarleg frétt á vef RÚV um eldislaxana sem voru fangaðir fyrir vestan. Þetta mun ekki enda vel fyrir íslenska náttúru og villta laxastofna ef sjókvíaeldið fær að halda hér áfram og vaxa enn frekar. "Lífsýni úr tveimur löxum sem veiddust í október í...
Selir sækja í veisluhlaðborðið sem opnar sjókvíar bjóða upp á, naga göt sem fiskur sleppur út um
Þetta er meðal annars ástæðan fyrir því að sjókvíaeldisfyrirtæki um allan heim hafa ítrekað verið staðin að því að skjóta seli og sæljón. Auðvitað vilja selirnir komast í veisluhlaðborðið sem er handan við netmöskvana. Þeir eru líka þekktir fyrir að naga sig í gegnum...
Fraktflug með eldislax frá Noregi til Kína skilar tapi, sama mun verða uppi á teningnum hér á landi
Í nóvember komu forráðamenn Arnarlax fram í fjölmiðlum og lýstu hugmyndum sínum um að fraktflug á eldislaxi til Kína gæti verið einn af lykilþáttum þess að standa undir farþegaflugi þangað. Þetta virðist vera hrapalegur misskilningur miðað við reynslu Norðmanna í...
Laxastofninum í Fífudalsá var naumlega forðað frá erfðablöndun þetta árið
Þetta er ljósmynd af annarri eldishrygnunni sem var fönguð í Fífustaðadalsá við Arnarfjörð í haust. Að sögn Jóhannesar Sturlaugsson líffræðings var eldishrygnan aðeins nokkrum klukkustundum frá því að hrygna. „Við forðuðum heimastofninum frá blöndun í þetta sinn,"...
MATÍS staðfestir að strokulaxar úr sjókvíaeldi hafi veiðst í Fífudalsá í Arnarfirði
Samkvæmt þessari frétt sem var að birtast á vef Iceland Review hefur MATÍS staðfest að laxar sem voru fangaðir í Fífustaðadalsá við Arnarfjörður nú í haust eru eldislaxar. Þetta voru tvær hrygnur sem voru að því komnar að hrygna. Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur...
Breiðfyllking náttúruverndarsamtaka og veiðifélaga og veiðiréttarhafa kvarta til ESA
Við hjá IWF erum í breiðfylkingunni að baki þessari kvörtun. Málsmeðferðin öll er Alþingi til lítils sóma. Sjá umfjöllun RÚV: "Fjögur náttúruverndarsamtök, veiðifélög og veiðiréttarhafar hafa kvartað til ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, vegna nýlegra lagabreytinga á...
Sjókvíaeldi mun lúta í lægra haldi fyrir umhverfisvænni framleiðsluaðferðum
Fyrirséð er að áætlaður mikill vöxtur í norsku laxeldi á næstum árum verður fyrst og fremst byggður á öðrum framleiðsluaðferðum en opnum sjókvíum. Þrjár aðferðir munu standa undir þessum breytingum. 1) Risavaxnar sjókvíar sem verða settar niður út á rúmsjó langt frá...
Gríðarleg plastmengun frá sjókvíaeldi í S. Noregi: Milljónir plasthringa úr hreinsikerfum rekur á land
Mjög mikið magn af litlum plasthringjum hefur rekið á fjörur í Rogalandi í Suður Noregi undanfarna daga. Aðstoðarumhverfisstjóri héraðsins telur að magnið sé í milljónum og segir að böndin berast að þremur seiðaeldisstöðvum sem Marine Harvest rekur á svæðinu. Málið er...
Fleiri norsk sveitarfélög skera upp herör gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Tromsö er ekki eina sveitarfélagið í Noregi sem freistar þess að koma böndum á eldisfyrirtækin sem starfa í þeirra umdæmi, með tilheyrandi mengun og háska fyrir lífríkið frá opnu sjókvíunum. Yfirlýsingu sveitarstjórnarfólks í Tromsö um að sveitarfélagið vildi stöðva...
Tokyo Sushi bætist í hóp veitingastaða og verslana sem bjóða ekki upp á sjókvíaeldislax
Frábær tíðindi! Tokyo Sushi hefur gengið til liðs við ört stækkandi hóp veitingastaða og verslana sem bjóða aðeins upp á lax úr sjálfbæru landeldi og merkja sig því með gluggamiðunum frá IWF. „Ég hafði í um það bil eitt ár verið að skoða hvernig við gætum hætt að vera...