Fréttir
Hagkvæmni laxeldis á landi eykst hröðum skrefum
Þróunin í landeldinu er hröð og verðmæti fyrirtækja í þeim geira fara hratt vaxandi. Þessi risavaxna landeldisstöð í Miami sem Salmon Business fjallaði um mun framleiða tug þúsund tonna af laxi á ári. Verðmæti hennar er nú metin á um 70 milljarða íslenskra króna....
Skipulagsstofnun telur laxeidi í sjókvíum í Reyðarfirði hafa neikvæð áhrif á lífríki og laxastofna
Neikvæð áhrif aukins laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði felast í áhrifum á botndýralíf, aukinni hættu á að fisksjúkdómum, að laxalús berist í villta laxfiska og áhrifum á villta laxastofna vegna erfðablöndunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram Í áliti...
Skrásettur sleppifiskur úr fiskeldi – Myndband
Árið 2016 var staðfest að sleppifiskar úr sjókvíaeldi hefðu veiðst í ám á Vestfjörðum, í ám við Húnaflóa, í Vatnsdalsá, á Asturlandi, í Haffjarðará, Hítará á Mýrum og á Suðurlandi, og það í nokkru magni. (Heimild Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun). Eldislax sem...
„Laxastofnum fórnað fyrir sjókvíaeldi á laxi?“ – Grein Jóhannesar Sturlaugssonar
Jóhannes Sturlaugsson líffræðingur, sem veiddi eldislaxana í Fífustaðadalsá í Arnarfirði, skrifar þessa hugvekju um þá miklu hættu sem villta laxinum okkar stafar af norskum eldislaxi sem sleppur úr sjókvíaeldi. Í greininni, sem birtist á Stundinni segir Jóhannes...
Efnt til „stríðs“ um framtíð íslenskra laxastofna
„Við munum gera mjög alvarlegar athugasemdir við þessi drög og ef þetta fer svona fram eins og þarna þá eru menn auðvitað bara að efna til stríðs um þessi mál. Þarna er framtíð íslenskra laxastofna undir,“ segir Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga...
Ráðherra ræðst til atlögu gegn vísindum og lífríki Íslands
Drög Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum sem tengjast fiskeldi, eru stríðsyfirlýsing á hendur þeim sem vilja vernda lífríkið og starfa á vísindalegum grundvelli. Með því að leggja...
Ný rannsókn staðfestir ógnina sem villtum laxastofnum stafar af eldislöxum
Eldislaxar sem blandast villtum laxastofnum geta af sér afkvæmi sem eiga minni möguleika á að komast af í náttúrunni en villtur lax. Þessu til viðbótar hefur viðvera blendinganna ein og sér slæm áhrif á afkomu villtra laxa. Þetta kemur fram í vísindarannsókn sem var...
Hertar reglur um sjókvíaeldi í Washingtonríki
Eins og áður hefur komið fram hefur Washingtonríki lagt bann við laxeldi í opnum sjókvíum og eiga allar slíkar sjókvíar að vera komnar úr sjó eigi síðar en árið 2022. Yfirvöld í ríkinu láta ekki þar við sitja heldur hafa hert til muna skilyrði og eftirlit sem...
Tokyo Sushi lætur verkin tala!
Þessi stærsta og besta sushi keðja landsins býður aðeins upp á lax sem kemur úr sjálfbæru og náttúruvænu landeldi. Þessi veglegi stuðningur við IWF mun renna óskiptur til baráttunnar fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Við hvetjum alla til að skipta sem mest við Tokyo...
Þetta er kaldur raunveruleikinn
Staðfest hefur verið að eldislaxinn sem veiddist í Vatnsdalsá í haust kom úr sjókví Arnarlax við Hringsdal í Arnarfirði. Vegalengdin sem fiskurinn synti frá kvíastæðinu í Vatnsdalinn er um 270 kílómetrar. Engin spurning er um að mun fleiri fiskar hafa gengið upp í ár...
Makalausar yfirlýsingar og furðulegar kveðjur framkvæmdastjóra HG á Ísafirði
Makalaust er að lesa yfirlýsingar þessa fyrirtækjaeiganda á Ísafirði í frétt RÚV. Þarna er látið eins og fólk fyrir vestan sé í neyð, haldið „í gíslingu“ einsog framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar orðar það, vegna þess að ekki fást leyfi fyrir laxeldi í...
IWF fær rausnarlegan fjárstuðning frá Íslensku fluguveiðisýningunni
Við hjá IWF þökkum forsvarsmönnum Íslensku fluguveiðisýningarinnar þennan rausnarlega styrk. Það er mikil hvatning að finna fyrir því hversu margir styðja og koma með virkum hætti að baráttunni fyrir því að standa vörð um villtu laxastofnana og náttúruna á Íslandi....