Árið 2016 var staðfest að sleppifiskar úr sjókvíaeldi hefðu veiðst í ám á Vestfjörðum, í ám við Húnaflóa, í Vatnsdalsá, á Asturlandi, í Haffjarðará, Hítará á Mýrum og á Suðurlandi, og það í nokkru magni. (Heimild Fiskistofa og Hafrannsóknastofnun).

Eldislax sem sleppur úr sjókvíum ógnar villtum laxastofnum um allt land. Áhættumat Hafrannsóknastofnunar er viðleitni til að draga úr þeirri ógn. Nú er hafi atlaga að áhættumatinu af hálfu sjókvíaeldismanna og ráðherra málaflokksins. Tökum höndum saman í baráttunni fyrir umhverfi og lífríki Íslands og deilum þessu myndbandi sem víðast.