Nei­kvæð áhrif aukins laxeldis í sjókvíum í Reyðarfirði felast í áhrif­um á botn­dýra­líf, auk­inni hættu á að fisk­sjúk­dóm­um, að laxal­ús ber­ist í villta lax­fiska og áhrif­um á villta laxa­stofna vegna erfðablönd­un­ar.

Þetta er meðal þess sem kemur fram Í áliti Skipu­lags­stofn­unar á mats­skýrslu Laxa fisk­eld­is vegna um­hverf­is­mats fyr­ir aukn­ingu lax­eld­is í sjókví­um í Reyðarf­irði úr sex þúsund tonn­um í 16 þúsund tonn.

Fjallað var um álit Skipulagsstofnunar í Morgunblaðinu.