„Við munum gera mjög alvarlegar athugasemdir við þessi drög og ef þetta fer svona fram eins og þarna þá eru menn auðvitað bara að efna til stríðs um þessi mál. Þarna er framtíð íslenskra laxastofna undir,“ segir Jón Helgi Björnsson formaður Landssambands veiðifélaga (lögbýla sem njóta hlunninda af veiðitekjum) í þessari frétt RÚV.

Þar kemur líka fram að ekki hefur náðst í Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem leggur þessi drög fram.