Makalaust er að lesa yfirlýsingar þessa fyrirtækjaeiganda á Ísafirði í frétt RÚV.

Þarna er látið eins og fólk fyrir vestan sé í neyð, haldið „í gíslingu“ einsog framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar orðar það, vegna þess að ekki fást leyfi fyrir laxeldi í Ísafjarðardjúpi. Þetta er fullkomin þvæla. Staðreyndin er sú að á undanförnum árum hefur mannlíf í Ísafjarðarbæ staðið í slíkum blóma að atvinnuleysi hefur verið þar vel undir landsmeðaltalinu og hvorki hefur tekist að svara eftirspurn eftir leikskólaplássum né húsnæði í sveitarfélaginu.

Sorglegt að sjá heimamann tala byggðarlag sitt niður með þessum hætti.