Eldislaxar sem blandast villtum laxastofnum geta af sér afkvæmi sem eiga minni möguleika á að komast af í náttúrunni en villtur lax. Þessu til viðbótar hefur viðvera blendinganna ein og sér slæm áhrif á afkomu villtra laxa. Þetta kemur fram í vísindarannsókn sem var birt í fræðiritinu Ecology & Evolution þann 26. desember síðastliðinn og má lesa um hér fyrir neðan.

Er þessi rannsókn enn ein staðfestingin um þá miklu ógn sem villtum laxastofnum stafar af fiskum sem sleppa úr eldi.

Hættan hér við land er svo enn meiri þar sem norski eldislaxinn er framandi tegund í íslensku lífríki.