Fréttir
Fyrsta uppskeran úr risavaxinni kínverskri úthafskví: Opnar sjókvíar verða úrelt tækni innan skamms
Þeir sem halda að Kína og önnur Asíulönd verði markaður til langrar framtíðar fyrir eldislax sem fluttur er þangað með flugi lifa í mikilli sjálfsblekkingu. Þróunin í eldistækni er afar hröð og við sjóndeildarhringinn blasa við aðrar aðferðir en þær opnu netasjókvíar...
Stórfrétt: Sveitarfélagið Tromsö bannar útgáfu á leyfum fyrir laxeldi í opnum sjókvíum
Hér er komin stórfrétt frá Noregi! Sveitarfélagið Tromsö hefur ákveðið að banna útgáfu á leyfum fyrir auknu laxeldi í opnum sjókvíum og jafnframt lýst því yfir að leyfi sem þegar eru til staðar verða ekki framlengd nema að eldið verði fært í lokaðar kvíar. Eins og...
Vaxandi sjálfvirkni framtíðin í opnu sjókvíaeldi: Störfum í landi verður nánast útrýmt
Skipið sem sérfræðingar í laxeldi segja að muni „breyta leiknum“ er að verða starfhæft eftir próf undan ströndum Noregs og Danmerkur. Verkalýðsfélög í Noregi hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna tilkomu skipsins þar sem fyrirséð er að töluvert af störfum munu tapast...
Ný heimildamynd KVF sýnir afhjúpar gríðarlega mengun frá færeysku laxeldi
Færeyingar eru að vakna upp við þann vonda draum að laxeldið í opnu sjókvíunum við eyjarnar mengar miklu meira en talið var. Er mengun á við það sem berst til sjávar frá gjörvallri Kaupmannahöfn. Samkvæmt umfjöllun færeyska ríkissjónvarpinu Kringvarp Føroya: "Fish...
Stangveiði er ein helsta stoð landbúnaðar og búsetu í dreifbýli á Íslandi
Samvæmt nýrri skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands eru verðmæti lax- og silungsveiða á Íslandi samtals 170 milljarðar og á þessu ári má rekja tæplega 9 milljarða landsframleiðslu beint til lax- og silungsveiða. Í skýrslunni kemur fram að tekjur af stangveiði er...
Landvernd kvartar til ESA: Breytingar á lögum um fiskeldi eru brot á Árósarsamningnum
Landvernd hefur kvartað til ESA vegna breytinga á lögum um fiskeldi. „Síðan þótti okkur málsmeðferðin vera mjög alvarlegt brot á Árósasamningnum þar sem málið var keyrt í gegn nánast á einu kvöldi, algjörlega án umræðu þar sem umhverfisverndarsamtök höfðu engan...
Skelfilegt ástand vegna eldislaxa í einni þekktustu stórlaxaá heims, Aaroy í Noregi
Svona er ástandið í Noregi. Skelfilegt. https://www.facebook.com/neivideldi/posts/1883439511738177?__tn__=H-R
Furðulegur hægagangur og undanlátssemi eftirlitsstofnana gagnvar sjókvíaeldisfyrirtækjum
Rúmlega fimm mánuðir eru nú liðnir frá því Arnarlax hóf meðvitað að brjóta gegn skilyrðum starfsleyfis síns. Eftirlitsstofnanir vita af brotum fyrirtækisins en kjósa að aðhafast ekki neitt vegna þess sem virðist vera furðurleg brotalöm í kerfinu. Málið snýst um að...
Eftirspurn eftir fóðri fyrir laxeldi ógnar fæðuöryggi íbúa á vesturströnd Afríku
Mjög er litið til fiskeldis sem hluta af lausninni við að mæta vaxandi próteinþörf á heimsvísu. Aðföng í fóðrið fyrir eldisfiskinn eru þó ekki einföld og geta skapað alvarleg vandamál eins og er farið yfir í þessari sláandi fréttaskýringu frá Reuters. Eftirspurn...
Hafrannsóknarstofnun mun stórauka vöktun á tólf laxveiðiám
Aukin vöktun laxveiðiáa er mjög jákvætt skref af hálfu Hafrannsóknarstofnunar. Eins og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis- og fiskiræktarsviðs hjá Hafró bendir á í frétt RÚV er sérlega mikilvægt að vernda íslenska laxinn, enda er hann ekki eins og hver annar....
Umhverfisstofnun Skotlands kallar eftir hertu eftirliti og strangari reglum um sjókvíaeldi
Í kjölfar nýrra rannsókna á mengun frá opnu sjókvíaeldi vill Umhverfisstofnun Skotlands herða til muna löggjöfina og regluverkið um laxeldi við landið. Samkvæmt þessari frétt BBC hafa rannsóknir leitt í ljós að eiturefni og lyf sem notuð eru við meðferð laxalúsar í...
Stórstígar tækniframfarir í eldi á rúmsjó: Risakvíar sem hafa minni neikvæð umhverfisáhrif en opnar sjókvíar
Stórstígar framfarir eru ekki aðeins að verða í landeldi heldur er verið að þróa margvíslega nýja tækni við lokaðar kvíar í sjó og stöðvar sem verður komið fyrir úti á rúmsjó. Fyrr á þessu ári hófst til dæmis eldi í þessari risakví sem sést á meðfylgjandi mynd. Hún er...