Það er nauðsynlegt að rifja upp reglulega að Norðmenn leggja blátt bann við notkun á laxastofnum frá öðrum löndum í fiskeldi við Noreg. Ár er nú liðið frá því síðast var látið reyna á bannið en þá ítrekaði norska umhverfisráðuneytið að ekki kæmi til greina að flytja inn skosk-norsk laxahrogn.

„(Villti stofninn í Noregi) hefur nú þegar orðið fyrir neikvæðum áhrifum frá norskum eldislaxi sem hefur sloppið úr eldi. Erfðablöndun við framandi gen munu auka þessi neikvæðu áhrif,“ sagði Ola Elvestuen, umhverfisráðherra Noregs þegar bannið var staðfest í fyrra.

Sjá umfjöllun SalmonBusiness