Í umræðum um framtíð laxeldis, meðal annars í athugasemdakerfi þessarar Facebooksíðu okkar, birtast oftar en ekki talsmenn sjókvíaeldis (launaðir og ólaunaðir) og láta eins og spár um að ný tækni sé við það að gera hefbundið sjókvíaeldi úrelt eigi ekki við rök að styðjast.

Þessar spár eru þó ekki eitthvað sem við hjá IWF erum að sjóða saman við eldhúsborðið heldur greining helstu fagmiðla heims sem fjalla um fiskeldi og sjávarútveg.

Ein af þeim birtist í rannsóknarröðinni Aquaculture Frontiers nýlega og þar stendur meðal annars orðrétt:

„Salmon farming is undergoing deep change. Blessed with massive profits and cursed with biological challenges, farmers are funneling investments into new production methods that might make current sea farming methods look obsolete in the near future.“

(Við ákváðum að hafa þessi ummæli óþýdd, svo ekki væri hægt að saka okkur um að laga þýðinguna að okkar málstað.)

Þessar nýju aðferðir, sem spáð er að muni ganga af núverandi sjókvíaeldistækni dauðri, eiga það sameiginlegt að vera betri fyrir umhverfið og lífríkið og mannúðlegri fyrir eldisdýrin.

Í þessu samhengi er gott að hafa þau vísu orð Bill Gates bakvið eyrað að „við eigum til að ofmeta þær breytingar sem eru framundan á næstu tveimur árum en vanmeta breytingar sem munu gerast á næstu tíu árum.“