„Í umræðum um eignarhald og hverjir eru að græða, er mjög mikilvægt að missa ekki sjónar á aðalefnisatriðum þessa máls. Sjóvkíaeldi er mengandi iðnaður sem er háskalegur fyrir umhverfi og lífríki Íslands. Það breytist hvorki til eða frá eftir því hvort eignarhaldið er innlent eða erlent,“ segir Jón Kaldal í þessari frétt Vísis en bendir um leið á að þær háau fjárhæðir sem eru í húfi fyrir fáeina einstaklinga eru ástæðan fyrir þungum lobbísima sjókvíeldisfyrirtækjanna hér á landi.

Þetta er óþolandi ástand eins og Jón bendir á:

„Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa geta tryggt sér leyfi hér fyrir nánast ekki neitt á sama tíma og ný leyfi eru orðin gríðarlega dýr í Noregi. Norsku fiskeldisrisarnir, sem eru umsvifamestir hér við land, eru mörg hundruð milljarða króna fyrirtæki, samt er verið að gefa þeim alls kyns afslætti hér þegar kemur að þessari starfsemi.“