Samkvæmt frétt SalmonBusiness er undirbúningur fyrir 5.000 tonna landeldisstöð í eyðimörkinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum er kominn vel á veg. Enn bætist þar við langan fréttalista af landeldisstöðvum sem annað hvort er verið að reisa eða á að fara að reisa víða um heim.

Hér á landi halda talsmenn sjókvíaeldisfyrirtækjanna því hins vegar fram að forsendur fyrir landeldi séu ekki fyrir hendi á Vestfjörðum, nú síðast í skýrslu sem unnin var fyrir Arctic Sea Farm og Arnarlax vegna umsókna þeirra um ný leyfi í framhaldi af því að Úrskurðarnefnd um umhverfis- og auðlindamála felldi úr gildi starfs- og rekstrarleyfi fyrirtækjanna fyrir 14.500 tonna laxeldi í Arnarfirði og Tálknafirði.

Myndin sem fylgir er teikning af fyrirhugaðri landeldisstöð í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.