Risakvíar sem er sökkt út á rúmsjó langt frá landi, landeldisstöðvar allt frá eyðimörkinni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum til Miami og svo gegnumstreymisstöðvar á landi eins og þessi sem fjallað er um í meðfylgjandi frétt.

Allt eru þetta dæmi um þá miklu byltingu sem er að verða á framleiðsluaðferðum í laxeldi. Við Íslendingar þurfum að gæta okkur á að hér byggist ekki upp eldi á tækni sem aðrar þjóðir eru að keppast við að losna undan vegna umhverfisáhrifanna.