Mögulega varð stórslys um síðustu helgi þegar slæmt vetrarveður gekk yfir sjókvíaeldissvæði Nordlaks AS við Lofoten í Norður Noregi. Fyrirtækið hefur tilkynnt að fiskur hafi sloppið úr kvíum en um ein milljón 1,3 kg fiska voru á svæðinu.

Fréttir birtust í norskum fjölmiðlum síðdegis og er umfang slyssins enn óþekkt.

Atvik sem þessu eru óhjákvæmilegur hluti af fiskeldi í sjókvíum. Engin leið er að tryggja að fiskur sleppi ekki.

Sjá umfjöllun kyst.no um málið.