Fréttaveitan Reuters greindi frá því að Evrópsk samkeppnisyfirvöld hefðu í gær gert húsleitir hjá félögum norsku fiskeldisrisanna í nokkrum löndum vegna gruns um ólöglegt samráð. Þar á meðal hjá félögum sem tengjast Salmar, aðaleiganda Arnarlax stærsta sjókvíaeldisfyrirtækis Íslands.

“Antitrust regulators raided salmon farms in several European Union countries on Tuesday, including some owned by Norway’s Mowi, in a suspected cartel inquiry.”

Gengi hlutabréfa fiskeldisfyritækjanna lækkaði skarpt þegar norska kauphöllin opnaði í morgun enda ljóst að samkeppnisyfirvöld grípa ekki til svo harðra aðgerða nema rökstuddur grunur sé um brotastarfsemi.