Fréttir
Árnar þagna sýnd í Bíó Paradís: Hefur verið sýnd fyrir fullu húsi um allt land og í Noregi
Árnar þagna í Bíó Paradís 16. desember klukkan 17 og 19. Aðeins þessar tvær aukasýningar fyrir jól. Frítt inn meðan húsrúm leyfir! Myndin er um 50 mínútur að lengd. Frítt er inn meðan húsrúm leyfir og að lokinni sýningu verða umræður um efni hennar með Óskari Páli...
Risavaxið sleppislys Mowi í Noregi: Stærra en allur villti laxastofninn við Íslandsstrendur
Mowi, móðurfélag Arctic Fish, stendur svipað að verki og íslenska dótturfélagið. Er fyrirmunað að halda eldislöxunum innan sjókvíanna. Í þessari frétt er sagt frá því hvernig stjórnendur félagsins létu fleiri eldislaxaseiði sleppa en nemur öllum fjölda íslenska villta...
Vaxandi áhyggjur af eiturefnum í matvælum í Noregi
„Sjávarfang, sérstaklega feitur fiskur, inniheldur mest af eiturefnum úr umhverfinu. Þess vegna borða ég aldrei eldislax. segir Anne-Lise Bjørke-Monsen, sérfræðingur í barnalækningum og læknisfræðilegri lífefnafræði í þessari sláandi norsku fréttaskýringu sem fjallar...
Sneypuför MAST: Borgararnir mega gagnrýna opinberar stofnanir án ótta við lögreglurannsókn
Þannig fór um þennan furðulega leiðangur MAST. Var vonlaust mál fra upphafi einsog allir vissu sem hafa örlitla þekkingu á lögum um tjáningarfrelsið. Umfjöllun Vísis um þetta fáránlega mál má lesa hér: Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra hefur hætt rannsókn á kæru...
Staðarheiti þarf að endurskoða þegar laxinn hverfur: Engin Laxá ef enginn er laxinn
Þegar villti laxinn deyr út í norskum ám vegna skaðsemi frá sjókvíaeldi mun þurfa að breyta nöfnum bæja, vatnsfalla og staða um allt land í Noregi. Við þurfum að stöðva þessa þróun hér. Laxá í Aðaldal - Á í Aðaldal Laxá í Kjós - Á í Kjós Stóra laxá - Stóra á Nei takk!...
Undirskriftasöfnun: Styðjum baráttusystkyni okkar í Noregi
Styðjum baráttusystkini okkar í Noregi og skrifum undir þessa áskorun um að koma öllu laxeldi í sjó í lokaðar kvíar og hætta opnu sjókvíaeldi. 👉Vil du være med og redde villaksen? La oss kreve at merdene lukkes og vi får nullutslipp i oppdrett nå! Villaksen er i...
„Er einhver að hlusta?“ – Hópur 143 Seyðfirðinga skrifa
Já, við hlustum og stöndum með Seyðfirðingum. Hvernig við greiðum atkvæði hefur áhrif á hvort sjókvíaeldisfyrirtækin verða látin axla ábyrgð á starfsemi sinni eða hvort þau fá að halda áfram að spilla náttúru og lífríki Íslands og fara hræðilega með eldislaxana í...
„Að draga línu í sjóinn – segjum nei við sjókvíaeldi“ – Gísli Rafn Ólafsson og Halldóra Mogensen skrifa
Við stöndum með Seyðfirðingum og segjum nei við sjókvíaeldi! Greinin birtist á Vísi: Í fjögur ár hefur verið ljóst að meirihluti íbúa Seyðisfjarðar er andvígur sjókvíaeldi í firðinum. Árið 2023 mældist sú andstaða 75 prósent í skoðanakönnun Múlaþings. Þessi andstaða...
Árnar þagna sýnd á Sauðárkróki 25 nóvember: Fjörugar umræður víð Ólaf Sigurgeirsson
Fjörlegar umræður voru að lokinni sýningu Árnar þagna í Sauðárkróksbíói í gærkvöldi. Meðal gesta var Ólafur Sigurgeirsson lektor í fiskeldi við Háskólann á Hólum. Ólafur hefur verið tíður gestur í athugasemdakerfi þessarar síðu um árabil sem talsmaður þeirra...
Hvaða afstöðu hafa frambjóðendur til Alþingiskosninga til sjókvíaeldis?
65,4% þjóðarinnar er á móti sjókvíaeldi í opnum netapokum, aðeins 13,9% segjast vera jákvæð (restin er hlutlaus). Á síðu NASF er hægt að skoða afstöðu frambjóðenda eftir kjördæmum og flokkum. Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við...
„Útrýming sjóbleikjunnar í Eyjafirði í boði Kleifa fiskeldis“ – Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson skrifa
Takk Bessi Skírnisson og Sigmundur E. Ófeigsson fyrir að jarða svo snyrtilega dellu hugmynds Róberts Guðfinnssonar um sjókvíaeldi á laxi í Eyjafirði. Grein þeirra Bessa og Sigmundar, sem eru félagar í áhugahópi um verndum Eyjafjarðar gegn sjókvíaeldi á laxi, birtist á...
Fundur í aðdraganda Alþingiskosninga – Hvert stefna flokkarnir í loftslagsmálum?
Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn vilja vernda Seyðisfjörð fyrir sjókvíaeldi á laxi. Í pallborði Landverndar er Guðlaugur Þór Þórðarson fulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Bergþór Ólason er fulltrúi Miðflokksins. Einsog sjá má á myndinni lyftu...