Þungaflutningar með sjókvíaeldislax hafa valdið svo miklum skemmdum á vegum á Vestfjörðum að Vegagerðin er að fjarlægja slitlagið og breyta þeim aftur í malarvegi.

Það verður lítið ef nokkuð eftir af takmörkuðu auðlindagjaldi, sem sjókvíaeldið greiðir í ríkissjóð, þegar búið er að bæta þetta gríðarlega tjón.

„Þetta eru bara gamlir vegir sem eru að bera mikla þungaflutninga. Við náum ekki að viðhalda þessu eins og við þurfum,“ segir starfsmaður Vegagerðarinnar i viðtali við RÚV.

Hann bendir á að kostnaður við holufyllingar hafa fimmfaldast á síðustu árum með tilheyrandi álagi á starfólki og að allt að sextán ferðir eru farnar á dag með eldislaxinn þegar verið er að slátra.

Afleiðingarnar eru ónýtir vegir sem kostar gríðarlegar fjárhæðir að gera við.