Skelfilegar tölur yfir dauða í sjókvíum við Ísland í febrúar voru að birtast á Mælaborði fiskeldis hjá MAST. Rúmlega 525 þúsund eldislaxar drápust í þessum stysta mánuði ársins. Sú tala er 6,5 sinnum hærri en nemur öllum villta íslenska laxastofninum.

Fyrstu tvo mánuði ársins hafa drepist 815 þúsund eldislaxar í sjókvíum við landið og versnar ástandið frá því í sömum mánuðum í fyrra, sem voru þó ömurlegir.

„Afföll“ hér eru langtum hærri en við Noreg þar sem stjórnvöld hafa sagt að ástandið sé óásættanlegt.

Viðskiptalíkan þessa iðnaðar hvílir beinlínis á þjáningu og illri meðferð dýra. Fyrirtækin gera í rekstraráætlunum sínum ráð fyrir þessum miklum dauða og berjast um á hæl og hnakka gegn því að stjórnvöld setji lög og reglur til að stöðva þessa skelfilegu meðferð á eldisdýrunum.

Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Það er ótrúlega sorglegt að fólk vilji leggja stund á atvinnugrein þar sem er farið svo illa með dýr.