Þessi merkilega frétt birtist í Morgunblaðinu. Þar kemur fram að ekki fást svör við spurn­ingu um hvort Umhverfisstofn­un­in telji for­svar­an­legt að eiturefni og lyf gegn laxa- og fiskilús séu í notk­un á meðan áhrif þeirra á líf­ríki í þeim fjörðum þar sem þau eru notuð eru óþekkt.

Í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins í janú­ar 2022 um notk­un lyfja gegn laxal­ús í sjókvía­eldi upp­lýsti Um­hverf­is­stofn­un að hún hygðist taka til skoðunar notk­un fiskilúsa­lyfja, nán­ar til­tekið ema­mect­ins, vegna mögu­legra skaðlegra áhrifa á um­hverfið. Eru nú liðin tvö ár og hef­ur skoðunin enn ekki farið fram. Hversu lengi mál­inu verður frestað hef­ur ekki feng­ist upp­lýst, segir í frétt Morgunblaðsins.

Um­hverf­is­stofn­un svar­ar því ekki hvenær standi til að skoða hver áhrif lyfja sem beitt er til að meðhöndla eld­islax gegn laxal­ús eru á líf­ríki sjáv­ar. Ekki hafa held­ur feng­ist svör við spurn­ingu um það hvort stofn­un­in telji for­svar­an­legt að lyf­in séu í notk­un á meðan áhrif þeirra á líf­ríki í þeim fjörðum þar sem þau eru notuð eru óþekkt, að því er fram kem­ur í um­fjöll­un Morg­un­blaðsins.

Um mitt síðasta ár gerði blaðamaður til­raun til að fá svar við fyrr­nefnd­um spurn­ing­um og svaraði Um­hverf­is­stofn­un þá: „Vegna mik­illa anna og annarra verk­efna hef­ur því miður ekki verið lokið við þetta verk­efni. Í ljósi boðaðrar stefnu­mót­un­ar mat­vælaráðuneyt­is­ins í lagar­eldi mun stofn­un­in skoða málið heild­stætt með öðrum stofn­un­um sem koma að fisk­eld­is­mál­um.“