Fréttir
Stjórnvöld skila auðu andspænis innrás norskra eldislaxa í laxveiðiár landsins
„Stjórnvöld hafa skilað gjörsamlega auðu og nú verður hver og einn að grípa til aðgerða við sína á. Þetta er innrás, ekkert nema innrás og við áskiljum okkur þann rétt að verja ána á allan þann hátt sem við getum.“ Þetta segir Kristján Þorbjörnsson, formaður...
Myndir af vettvangi við Haukadalsá frá Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda IWF
Af vettvangi við Haukadalsá í nótt, frá Ingólfi Ásgeirssyni stofnanda Íslenska náttúruverndarsjóðsins: „Klukkan er að ganga 5 að morgni hér við Hauku. Skelfilegir hlutir i gangi hér. Búnir að ná 3 eldislöxum i einum hyl. Náðum ekki nærri öllum. Eru klárlega á annan...
Myndband af vettvangi í Haukadalsá
Hér má sjá norska froskkafara draga fyrsta eldislaxinn sem þeir náðu úr Haukadalsá rétt í þessu. Fleiri eru komnir á land. Þetta er fjórum kílómetrum ofar í ánni en þeir eldislaxar sem veiddust í síðustu viku. Það var kominn litur á fiskinn þannig að ljóst er að hann...
Eldislax veiddist í Vatnsdalsá
Þessi eldislax veiddist í Hnausastreng í Vatnsdalsá síðdegis í dag. Fyrir þau sem eru ekki staðkunnug þá rennur Vatnsdalsá til sjávar í Húnaflóa á Norðvesturlandi, hinum megin við Vestfjarðarkjálkann frá Haukadalsá við Breiðafjörð á Vesturlandi þar sem eldislaxarnir...
„Framtíð villta laxins hangir á bláþræði“ – Elvar Örn Friðriksson skrifar
„Í Noregi eru um 70% laxastofna erfðablandaðir og ástandið þar orðið svo slæmt að árið 2024 þurfti að loka 33 af þekktustu laxveiðiám Noregs. Einfaldlega vegna þess að það var nánast enginn villtur lax að koma til baka í árnar. Vísindasamfélagið þar er á einu máli að...
Lokuð kerfi eru framtíð sjókvíaeldis: Ingólfur Ásgeirsson í viðtali við mbl
Lausnin fyrir þá sem vilja stunda laxeldi í sjó er til: „Það eru lokuð kerfi í sjó.“ Ingólfur Ásgeirsson, stofnandi Íslenska náttúruverndarsjóðsins, ræðir í Dagmálum á MBL í dag af hverju opið netapokaeldi getur aldrei gengið í sjó án þess að valda meiriháttar skaða á...
Veiðifélög grípa til örþrifaráða til að verja laxveiðiár í kjölfar nýjasta sleppislyssins
Veiðifélag Miðfjarðarár hefur ráðist í stórtækar aðgerðir til að verja meginvatnasvæði árinnar fyrir áhlaupi eldislaxa með tilheyrandi sjúkdómaáhættu og erfðablöndun. Bændur og aðrir eigendur jarða, þar sem ár með laxi renna um, eru nú tilneyddir í neyðaraðgerðir til...
Afleit staða í Haukadalsá: Fleiri eldislaxar veiðst en árið 2023
Afleit staða. Landssamband veiðifélaga deildi þessari færslu á Facebook: Þegar hafa fundist fleiri eldislaxar í Haukadalsá en árið 2023. Ákveðins misskilnings virðist gæta í umræðunni um eldislaxana í Haukadalsá. Vissulega reyndist stór hluti þeirra fiska sem fulltrúi...
Myndir af eldislöxum sem veiddust í Haukadalsá: Alls níu eldislaxar hafa nú veiðst
Hér eru myndir af eldislaxi sem náðist í gær í Haukadalsá, föstudaginn 15. ágúst. Þá er talan komin í níu eldislaxa. Þar af veiddust fjórir á stöng en var því miður sleppt í góðri trú og einn kom í net í Haukadalsvatni. Formlegar aðgerðir með köfun eru ekki hafnar....
Tilkynningum um eldislaxa rignir inn
Fjölmargar ábendingar streyma nú fram um eldislaxa sem hafa veiðst á undanförnum vikum. Sporðaköst á MBL segja frá þessum sem kom á land í Skagafirði. Við höfum lika fengið fréttir af sleppilöxum sem hafa komið í silunganet í Aðalvík og Jökulfjörðum fyrir vestan. Í...
Stjórnvöld hafa til þessa tekið afstöðu með sjókvíaeldisiðnaðinum gegn íslenskri náttúru
Við tökum undir allt það sem kemur fram í meðfylgjandi viðtali við Jón Helga Björnsson. Ekki síst þennan hluta: Jón Helgi segir aðeins einn jákvæðan hlut hafa komið út úr vinnu fyrri ríkisstjórnar hvað varðar vernd íslenska laxastofnsins. „Það var friðun...
Arctic Fúsk
Myndin skýrir sig sjálf.











