Fréttir
MAST staðfestir að fjöldi strokulaxa hefur veiðst í ám á Vestfjörðum:
Að þetta skuli vera orðin staðan er svo óendanlega sorglegt: „Um miðjan september veiddi Fiskistofa 5 laxa í Mjólká, 4 laxa í Ósá í botni Patreksfjarðar og úr Sunndalsá í Trostansfirði komu 3 laxar frá veiðimanni. Af þessum 12 löxum reyndust 11 vera eldislaxar en einn...
Villt dýr um allan heim í bráðri hættu: Á að bæta villtum íslenskum laxastofnum á válistann?
Eitt helst framlag Íslands við fækkun dýrategunda heimsins er stóraukið iðnaðareldi á laxi í opnum sjókvíum. Þar er þrengt að villtum tegundum, laxi, urriða og sjóbleikju með erfðablöndun, sjúkdómum og sníkjudýrum sem berast í gegnum opna netapokana. Ofan á þetta...
„Við höfum val og vald“ – grein Hrefnu Sætran
Kæru vinir, við skulum alltaf hafa þessi orð Hrefnu Sætran í huga: „Mikilvægt er að muna að við neytendur höfum val og vald. Við getum sniðgengið vörur sem eru framleiddar með svona skaðlegum hætti.“ Sjókvíaeldi á laxi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Í grein...
Sænsk umhverfisverndarsamtök efna til baráttudags gegn risarækju úr sjókvíaeldi
Við viljum vekja athygli á þessum degi sem haldinn er í Svíþjóð 9. október og hvetja fólk hér til að taka þátt líka og sniðganga eldisrækju sem framleidd er í hitabeltinu. Stefán Gíslason fór yfir málið í pistli sem var fluttur á Rás 1. Margt kunnuglegt kom þar fram....
Æ fleiri leyfi gefin út fyrir notkun „lyfjafóðurs,“ þ.e. skordýraeiturs í sjókvíum
Nú er svo komið að Matvælastofnun (MAST) hefur gefið út 28 leyfi frá 2017 fyrir eitrunum vegna laxalúsar í sjókvíaeldi á Vestfjörðum. Nú síðast um miðjan september á sjö eldissvæðum í Tálknafirði, Arnarfirði og Patreksfirði. Við hjá IWF höfum ítrekað bent á að þessar...
Hvaðan kemur þessi lax? Fleiri spurningar vakna í stórmörkuðum
Áfram berast okkur ljósmyndir af umbúðum utan um eldislax í verslunum þar sem á er límmiði með þessari lykilspurningu: Hvaðan kemur þessi lax? Munið að spyrja um þetta í verslunum og á veitingastöðum. Segjum nei við laxi úr sjókvíaeldi því þessi aðferð skaðar...
Nú þegar sjókvíaeldisiðnaðurinn þarf að borga auðlindagjald í Noregi rennir iðnaðurinn hýru auga til Íslands
Orð Asle Rønning, fráfarandi framkvæmdastjóra norska sjókvíaeldisfyrirtækisins Måsøval AS, eru lýsandi fyrir þann yfirgang sem þessi fyrirtæki hafa tamið sér gagnvart íslenskum stjórnvöldum og komist upp með. „Íslendingar eru reiðubúnir til að gera það sem þarf til...
Hvaðan kemur þessi lax?
Kæru vinir! Við biðjum ykkur um að taka myndir og deila á samfélagsmiðlum þegar þið sjáið umbúðir utan um vörur með laxi í verslunum með límmiðanum sem sést á meðfylgjandi myndum. Á honum er lykilspurning: Hvaðan kemur laxinn sem er verið að selja? Ef laxinn er úr...
Í Noregi á sjókvíaeldisiðnaðurinn að greiða 40% auðlindaskatt. Á Íslandi ekkert.
Íslensk yfirvöld hafa haldið grátlega illa á öllu því sem viðkemur sjókvíaeldi hér við land. Ekki aðeins hafa þau látið hag lífríkisins og náttúrunnar mæra afgangi heldur líka hleypt þessum norsku mengandi stóriðjufyrirtækjum ofan í firði i eigu þjóðarinnar fyrir...
„Stríðsyfirlýsing við náttúruna“ – leiðari Sigmundar Ernis Rúnarssonar í Fréttablaðinu
Sigmundur Ernir Rúnarsson hittir naglann lóðbeint á höfuðið í leiðara Fréttablaðsins í dag: „Sjókvíaeldi er í raun og sann stríðsyfirlýsing á hendur náttúrunni. Svo og dýraríkinu, en erfðablöndun við villtan lax er stórfellt áhyggjuefni.“ Sigmundur Ernir setur þessa...
Hlutabréf laxeldisfyrirtækja hrynur í norsku kauphöllinni í kjölfar frétta um nýjan auðlindaskatt
Virði sjókvíeldisfyrirtækja hrundi í norsku kauphöllinni í morgun í kjölfar kynningar yfirvalda á breyttu skattaumhverfi iðnaðarins í Noregi. Yfirvöld áforma hækkaða skattheimtu og breytt afnotagjöld af hafssvæðum sem eru sameign norsku þjóðarinnar. Gróði...
Matvælaráðherra beðin um að svara fjórum alvarlegum spurningum um laxeldisiðnaðinn
Hér eru töluverð tíðindi! Þegar framsóknarkonan Brynja Dan Gunnarsdóttir tók sæti á Alþingi í síðustu viku, sem varaþingmaður Ásmundar Einars Daðasonar, notaði hún tækifærið og lagði fram þessa fyrirspurn til matvælaráðherra, Svandísar Svavarsdóttur: 1. Hyggst...