Fréttir
Höfundar bókarinnar Salmon Wars voru gestir í Silfrinu: „Bara landeldi gengur upp“
„Aðeins ein reglugerð virkar,“ segir Collins. „Upp úr sjónum með þetta. Því ef eitthvað fer úrskeiðis er ekki hægt að bæta fyrir það eftir á.“ Rannsóknarblaðamennirnir Catherine Collins og Douglas Frantz voru gestir í Silfrinu í dag. Þau eru höfundar bókarinnar Salmon...
Sameiginleg yfirlýsing Landverndar, Verndarsjóðs villtra laxastofna, Laxinn lifir og IWF
Meingölluð skýrsla Boston Consulting Group getur ekki verið grunnur að stefnumótun fiskeldis á Íslandi. Náttúruverndarsamtökin Landvernd, Verndarsjóður villtra laxastofna, Laxinn lifir og Íslenski náttúruverndarsjóðurinn (IWF) hvetja Alþingi til að tryggja að útgáfa...
Umsögn Landverndar um skýrslu Boston Consulting: Draumórar um óheftan vöxt
Í athugasemdum Landverndar við skýrslu Boston Consulting Group um framtíð fiskeldis á Íslandi segir að stærsta áskorun næstu áratuga er að skapa verðmæti úr náttúruauðlindunum án þess að ganga á þær til framtíðar - frekar en að hámarka einfaldlega verðmætin sem hægt...
Skattar á sjókvíaeldi hækka allstaðar nema á Íslandi
Á sama tíma og Færeyingar og Norðmenn hækka skatta á sjókvíaeldisfyrirtækin ákveðu íslensk stjórnvöld að lækka löngu boðuð gjöld í þessum geira. Svo virðist sem eina ástæðan fyrir því að meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar, sem samanstendur fulltrúum...
Sjávarútvegsráðherra Noregs: Sjókvíaeldi gengur ekki lengur!
„Þetta gengur ekki lengur,“ segir sjávarútvegsráðherra Noregs um hrikalegan dýravelferðarvanda í sjókvíaeldi við landið. Sjúkdómar, sníkjudýr og almennur aðbúnaður eldislaxanna valda því að stór hluti þeirra deyr í kvíunum áður en kemur að slátrun. Norski...
Afgerandi meirihluti landsmanna er andvígur sjókvíaeldi
Þetta getur ekki verið skýrara, 61,3 prósent landsmanna eru neikvæð gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Gallup. Aðeins fjórtán prósent svarenda eða fjórum sinnum færri segjast vera jákvæðir gagnvart laxeldi í opnum sjókvíum. Öll...
„Galin stjórnsýsla“ – grein stjórnarfólks VÁ-félags um vernd fjarðar
Við skiljum ekki hvernig innviðaráðherra ætlar að horfa framan í almenning eftir afgreiðslu þessa máls. Eftirfarandi grein eftir Magnús Guðmundsson, Benediktu Svavarsdóttur og Sigfinn Mikaelsson sem birtist í Vísi fer yfir þá fjarstæðukenndu stjórnsýslu sem viðgengst...
„Svart strandsvæðaskipulag í klóm hagsmunaafla“ – grein stjórnarmanna VÁ-félags um vernd fjarðar
Hvernig innviðaráðherra gat komist að þeirri niðurstöðu að staðfesta skyldi tillögur að strandsvæðaskipulagi fyrir Vestfirði og Austfirði er sérstakt rannsóknarefni. Sú ákvörðun verður stór blettur á stjórnmálaferli hans. Við höfum fulla trú á að henni verði hnekkt,...
„Hvernig komast þau upp með þetta?“ – grein Benediktu Svavarsdóttur
Þrátt fyrir svarta skýrslu Ríkisendurskoðunar um vinnubrögðin við umgjörð sjókvíaeldisins heldur fúskið áfram hjá hinu opinbera. Nú er röðin komin að innviðaráðherra sem staðfesti í vikunni strandsvæðaskipulag sem var klæðskerasniðið fyrir sjókvíaeldið þvert á...
Sjókvíaeldið mun líða undir lok á allra næstu árum: Grein Arve Gravdal, sérfræðings í landeldi
Hér tala innanbúðarmaður í norsku landeldi: „Þegar fyrstu landeldistankarnir eru komnir í gagnið þá er þetta 'game over' fyrir sjókvíaeldið.“ Minni fóðurkostnaður, miklu minni fiskidauði, engin lús né hættuleg eiturefni munu tryggja sigur landeldisins, segir Arve...
Gat á netapoka Háafells við Skarðshlíð í Ísafjarðardjúpi
Rifinn netapoki með eldislaxi i Ísafjarðardjúpi. Þetta er sagan endalausa. Samkvæmt frétt Matvælastofnunnar voru í kvínni 115.255 laxaseiði sem um 500g að þyngd að meðaltali. Enginn hefur hugmynd um, á þessari stundu, hve mörg þeirra sluppu út. Skv. Tilkynningu MAST:...
Myndband sýnir hryllilegan aðbúnað og meðferð á fiskum í skoskum sjókvíum
The Independent var að birta í morgun hrikaleg myndskeið úr sjókvíaeldi við Skotland. Velferð eldisdýra er fótum troðin í þessum iðnaði alls staðar þar sem hann er stundaður. Í frétt Independent kemur fram að 14,5 prósent eldislaxa drepast í sjókvíum við Skotland. Hér...