Í athugasemdum Landverndar við skýrslu Boston Consulting Group um framtíð fiskeldis á Íslandi segir að stærsta áskorun næstu áratuga er að skapa verðmæti úr náttúruauðlindunum án þess að ganga á þær til framtíðar – frekar en að hámarka einfaldlega verðmætin sem hægt sé að skapa til skamms tíma.

Landvernd gerir alvarlegar athugasemdir við skýrsluna sem sé ílla unnin og einkennist af óvönduðum vinnubrögðum. Sviðsmyndir sem þar eru settar fram séu óraunhæfar og ekkert tillit tekið til áhrifa á umhverfið eða atvinnulíf. Eina sem horft séu spurningar um vöxt innan iðngreinarinnar.

Í frétt RÚV segir:

„Skýrslan gerir ekki ráð fyrir þyngra kolefnisfótspori vegna vaxtar í fiskeldi og er tekið fram í umsögn Landverndar að þetta kunni að vera vegna þess að upplýsingar um umhverfisáhrif komi frá iðnaðinum sjálfum en ekki sjálfstæðri greiningu Boston Consulting Group. Þá sé ekki gert ráð fyrir bættum skaða á umhverfið heldur einungis eftirliti og engar tillögur eru gerðar um hvernig draga megi úr skaða.

Rætt var við fjölmörg náttúruverndarsamtök við gerð skýrslunnar en Landsvernd segir athugasemdir þeirra vera faldar og ekki teknar til greina í greiningu fyrirtækisins um umhverfisáhrif. Landsvernd gerir líka athugasemdir við áherslu á svokallaðar „tækniframfarir“ sem nefndar séu margsinnis í skýrslunni sem ætlað er að draga úr umhverfisáhrifum. Þær tækniframfarir séu hvergi skýrðar og varpar Landvernd því fram að það sé vegna þess að þær séu ekki til.

Landvernd segir nauðsynlegt að Matvælaráðuneytið láti gera ítarlegri skýrslu þars sem fjallað sé jafn nákvæmlega um umhverfisáhrif eins og skýrsla Boston Consulting Group fjallar um efnahagsáhrif.“