„Aðeins ein reglugerð virkar,“ segir Collins. „Upp úr sjónum með þetta. Því ef eitthvað fer úrskeiðis er ekki hægt að bæta fyrir það eftir á.“

Rannsóknarblaðamennirnir Catherine Collins og Douglas Frantz voru gestir í Silfrinu í dag. Þau eru höfundar bókarinnar Salmon Wars þar sem er fjallað um ýmsar hliðar sjókvíaeldis á laxi.

Þessi iðnaður hefur alls staðar skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Það er ekki of seint að koma í veg fyrir að hið sama gerist hér.

Við mælum eindregið með áhorfi á viðtalið en hlekkur á það er í meðfylgjandi frétt RÚV.

„Laxinn er rándýr og étur aðra fiska. Frantz segir fæðu Atlantshafslaxins í eldi koma um 30 prósent frá uppsjávar-smáfiski sem hafi verið fangaði við strendur Vestur Afríku af stórum kínverskum, evrópskum og rússneskum togurum. Að sögn Frantz er helmingur flotans þar ólöglega.

Þannig sé sá fiskur hirtur í stórum stíl af borðum lágtekjufólks í Afríku og nýttur í fiska- og gæludýrafóður.

„Það er mikilvægt að hafa í huga að laxeldisiðnaðurinn þykist vera að leysa úr prótínkreppu heimsins þegar staðreyndin er að fiskræktin ýtir undir þann vanda á heimsvísu,“ bætir Collins við. …

Frantz segir aðeins örfáar fiskeldisstöðvar eftir í Bandaríkjunum.

„Þær eru algerlega bannaðar á vesturströnd Bandaríkjanna. Norðmenn eru helsti framleiðandinn. Þeir framleiða um helming af eldislaxi í heiminum. Afgangurinn kemur frá Chile, Írlandi, eilítið frá Íslandi, Skotlandi og Kanada – og smáræði frá Tasmaníu.“

Hann segir að hvert og eitt þessara landa, einkum þó Noregur og Chile sem eru tveir stærstu framleiðendurnir, eigi að vera skólabókardæmi um það hvers vegna Íslendingar verði að stöðva þessa innrás fiskeldis í opnum sjókvíum. …

Í huga þeirra Frantz og Collins er sjókvíaeldi tvímælalaust mengandi iðnaður. …

„Og þeir menga; laxarnir eru morandi í laxalús,“ segir Frantz.

Sníkjudýrin éta hausinn af fiskinum, éta roðið. Myndir af þessu eru afar ógeðslegar. En þau drepa ekki bara laxinn í kvíunum, heldur dreifast þau í strókum og leggjast á villtan lax. Gönguseiðin eru sérstaklega viðkvæm, á leið úr ánum til sjávar. Þau verða fórnarlömb laxalúsarinnar í tugþúsundavís.“

Annað afbrigði mengunar felist í því að laxarnir séu reglulega meðhöndlaður með öflugu skordýraeitri til að sporna gegn laxalúsinni. Þá fái þeir reglulega sýklalyf til að vinna gegn sýkingum og sjúkdómsvaldandi örverum sem nái fótfestu í örtröð sjókvíanna. Þetta rati út í hafið og sé áfram eftir í holdi laxins.

„Svo að sjórinn mengast, villtur lax er drepinn og boðið er upp á framleiðsluvöru sem er fjarri því að vera jafn holl og auglýsingar fyrirtækjanna telja okkur trú um.“ …

Collins segir að í sjókvíaeldi í Chile séu notuð þrettán hundruð sinnum meira af sýklalyfjum en gert er í Noregi.

„Frá Chile kemur gríðarmikið af ódýrari laxi og ímyndið ykkur langtímaáhrifin sem það hefur á mannskepnuna og þol hennar fyrir sýklalyfjum.“

Þau segja að í eldislaxi sé umtalsvert meira af uppsöfnuðum eiturefnum en í villtum laxi. Efni á borð við PCB, krabbameinsvaldandi fjölklóraða bífenýla. Það séu þó engar nýjar fréttir; fyrst hafi verið sagt frá PCB í tímaritinu Science Magazine árið 2004. …

Á Íslandi eiga norsk fyrirtæki flestar laxeldisstöðvarnar.

„Ein ástæðan fyrir því að þau eru hér er að Noregur er svo gott sem mettaður. Firðir þeirra eru stútfullir af laxeldiskvíum. Og það kostar nú um 280 milljónir króna að fá leyfi fyrir nýja laxeldisstöð í Noregi. Norsk stjórnvöld hafa í ofanálag stungið upp á 40 prósenta auðlindaskatti á stórtæka laxeldisbændur,“ segir Frantz.

Þá segir hann að bændurnir svipist um eftir stöðum þar sem regluverkið er veikburða og þar sem koma megi upp stærra laxeldi.

„Þeir fóru til Chile, komu til Kanada og hingað til Íslands. Ísland er í okkar huga ákveðin kaflaskil. Reglugerð ykkar um fiskeldi eru nú í endurskoðun og þetta er mikilvægt augnablik – kannski má efla hana.“

Í því samhengi nefnir Frantz svarta skýrslu ríkisendurskoðanda um sjókvíaeldi, þar sem fram kom að reglugerð og eftirlit væri veikburða og brotakennt.

Frantz segir að það liggi því í augun uppi að reglugerðirnar virki ekki.

„Aðeins ein reglugerð virkar,“ segir Collins. „Upp úr sjónum með þetta. Því ef eitthvað fer úrskeiðis er ekki hægt að bæta fyrir það eftir á.“