Hér tala innanbúðarmaður í norsku landeldi: „Þegar fyrstu landeldistankarnir eru komnir í gagnið þá er þetta ‘game over’ fyrir sjókvíaeldið.“

Minni fóðurkostnaður, miklu minni fiskidauði, engin lús né hættuleg eiturefni munu tryggja sigur landeldisins, segir Arve Gravdal, sérfræðingur í landeldi hjá Maiken Foods, og bendir á að í raun sé landþörfin í landeldi ekki svo mikil. Til að framleiða það sem nú er gert í sjókvíum í norskum fjörðum þarf 0,12 prósent af ræktarlöndum Noregs. Tæknin er komin og hún mun skalast hratt upp segir hann.

Sérfræðingar í þessum iðnaði segja að þau sjókvíeldissvæði sem munu fyrst detta út verði þau sem eru langt frá þeim mörkuðum þar sem á að selja laxinn.

Mikilvægt er að stjórnmálafólk, sem leggur línurnar um þróun eldis átti sig á þessu. Það er ekki gáfulegt að veðja framtíð heilu byggðarlaganna á því að sjókvíeldi verði þar grundvöllur atvinnu.

– Når den første tanken er oppe og går kommersielt, er det game over for merdoppdrett