Fréttir
Eldismafían að störfum: Baráttan gegn opnu sjókvíaeldi í Norður Noregi
Baráttan gegn opnu sjókvíaeldi tekur á sig ýmsar myndir! https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/738180899982809/?type=3&theater
Fjallað um svarta skýrslu um ástand villtra norskra laxastofna í Fréttablaði dagsins
Ársskýrsla norska Vísindaráðsins fær verðskuldaða athygli í Fréttablaðinu í dag. Talsmaður sjókvíaeldisfyrirtækja, Einar K. Guðfinsson hafði ekki kynnt sér innihald skýrslunnar, en taldi sig engu að síður til þess bæran að gera lítið úr þeirri kolsvörtu mynd sem þar...
Laxadauði Mowi í einu stórslysi við Nýfundnaland var meira en þrítugföld stofnstærð íslenska laxastofnsins
Þetta er hroðalegt. 2,6 milljón eldislaxa drápust í sjókvíum Mowi við Nýfundnaland. Til að setja þetta í samhengi er allur íslenski villti laxastofninn um 80 þúsund fiskar. Skv. frétt kanadíska miðilsins Globalnews: More than a month after a mass salmon die-off was...
Norski sjókvíaeldisrisinn Mowi svipt starfsleyfum í Kanada vegna griðarlegs laxadauða og brota á reglum
Sjávarútvegsráðherra Nýfundnalands hefur fellt niður leyfi laxeldisrisans Mowi á því svæði þar sem félagið stendur nú í stórfelldu hreinsunarstarfi eftir að svo til allur lax drapst í sjókvíum þess. Félagið hafði gefið upp að 1,8 milljón laxa gæti hafa drepist en...
Svört skýrsla um ástand villtra laxastofna í Noregi. Laxeldi í opnum sjókvíum langalvarlegasta ógnin
Norska vísindaráðið birti í gær ársskýrslu sína um ástand villtra laxastofna í Noregi. Á undanförnum áratugum hefur villtum laxi sem skilar sér í norskar ár úr sjó fækkað um meira en helming. Ástæðurnar eru ýmis mannanna verk og breyttar aðstæður í hafi. Í skýrslunni...
Villtu laxastofnarnir okkar eru í bráðri hættu: Hnúðlax færir sig upp á skaftið í íslenskum laxveiðiám
Héraðsfréttamiðillinn Feykir greindi frá því að hnúðlax hefði veiðst í Djúpadalsá í Blönduhlíð. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem hnúðlax er dreginn á land úr íslenskri laxveiðiá. Sjálfsagt hefur aldrei áður veiðst jafn mikið af hnúðlaxi í íslenskum ám og nú í sumar....
Sorglegar fréttir frá Kanada: Laxeldi í opnum sjókvíum eykur álag á allt vistkerfið upp árnar
Þetta nístir inn að beini. Birnir i Kanada svelta þar sem ástand villtra laxastofna er svo slæmt. Loftslagsbreytingar og ýmis mannanna verk, þar á meðal laxeldi í opnum sjókvíum, eru að leika þessar fallegu skepnur grátt. Í frétt CNN kemur meðal annars fram:...
Sjókvíaeldi skilur hvorki eftir skattekjur né launatekjur, aðeins mengunin og sviðnir firðir verða eftir
Arnarlax heldur á þessu ári upp á tíu ára afmæli sitt. Eitt það athyglisverðasta í sögu félagsins er að það hefur aldrei frá stofnun greitt tekjuskatt á Íslandi. Ekki í eitt einasta skipti. Ár eftir ár er félagið rekið með tapi. Í fyrra nam tapið 2,2 milljörðum króna,...
Mikil mengun þrátt fyrir hreinsunaraðgerðir eftir mikinn laxadauða í sjókvíaeldisstöð við Nýfundnaland
Sóðaskapurinn og virðingaleysið gagnvart umhverfinu er með miklum ólíkindum í sjókvíaeldisiðnaðinum. Sjómenn og íbúar á Nýfundnalandi eru eðlilega verulega áhyggjufullir yfir þessum aðförum eldisrisans Mowi við tiltekt eftir að nánast allur fiskur drapst í sjókvíum í...
385 lýs á tveimur eldislöxum
Þessi ótrúlega tala kemur fram í meðfylgjandi frétt af stórfelldum laxadauða í sjókvíum eldisrisans Mowi (hét áður Marine Harvest) við Nýfundnaland. Þar segir að starfsmenn hafi talið þennan fjölda á aðeins tveimur fiskum. Til að setja þetta í samhengi, þá þykir...
Stórt sleppislys í Noregi: 300.000 eldislaxar sloppið úr sjókvíum það sem af er þessu ári í Noregi
Enn eitt sleppislysið úr sjókvíaeldi hefur verið tilkynnt til norskra yfirvalda. Á þessu stigi er ekki vitað hversu margir eldislaxar sluppu úr kvínni, en í henni voru tveggja til þriggja kílóa fiskar. Í meðfylgjandi frétt kemur fram að það sem liðið er af þessu ári...
Gangrýna skort á hlutleysi við skipun samráðsnefndar sjávarútvegsráðherra um fiskeldi
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur tilnefnt sem aðal- og varafulltrúa í samráðsnefnd sjávarútvegsráðherra um fiskeldi Sigríði Ólöfu Kristjánsdóttur, framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu og Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra í Fjarðabyggð. Eru þessi vinnubrögð...