Þessi ótrúlega tala kemur fram í meðfylgjandi frétt af stórfelldum laxadauða í sjókvíum eldisrisans Mowi (hét áður Marine Harvest) við Nýfundnaland. Þar segir að starfsmenn hafi talið þennan fjölda á aðeins tveimur fiskum. Til að setja þetta í samhengi, þá þykir ástandi óásættanlegt ef fjöldi lúsa á hverjum fiski fer yfir sjö stykki.

Samkvæmt fréttinni var ástandið svo skelfilegt að allur fiskur í kvíunum drapst. Það þýðir aftur að enga vinnu verður að hafa við þessa tilteknu eldisstöð fyrr en í fyrsta lagi í ágúst á næsta ári.

Í dag birtist svo önnur frétt á Salmon Business News þar sem kemur fram að lúsinni var ekki einni um að kenna heldur var sjávarhiti á svæðinu óvenju hár sem aftur leiddi til þess að súrefnismagnið í sjónum lækkaði svo mikið að fiskurinn drapst í kvíunum, enda átti hann engan séns á að færa sig í umhverfi sem hefði bjargað honum.

Plant workers say there is “no work” after Northern Harvest Sea Farms salmon die off