Fréttir
Ritdómur Spectator um bókina „How to Love Animals“
Baráttan gegn sjókvíaeldi, verksmiðjubúskap og slæmri umgengni við náttúruna nær þvert yfir allar flokkslínur. Í öllum stjórnmálaflokkum er að finna fólk sem vill gera betur í þessum efnum og áttar sig á því að það er ekki aðeins siðferðilega rétt heldur líka...
Óvíst að villtir laxastofnar við Eystrasalt lifi af erfðablöndun við eldislax
Áhrif af seiðasleppingum í ár við Eystrasalti eru orðin svo mikil að vísindamenn óttast um afdrif villtra laxastofna landanna sem liggja að Eystrasalti. Afleiðingar seiðasleppinga hafa einfaldað erfðabreytileika villtra laxastofna og dregið úr getu þeirra til að lifa...
Skordýraeitur sem er m.a. talið bera ábyrgð á býfluglandauða samþykkt til notkunar gegn laxalús
Skordýraeitur er uppistaðan í viðbrögðum sjókvíaeldisfyrirtækja við lúsaplágunni sem þjakar þennan iðnað með ömurlegum afleiðingum fyrir eldisdýrin og lífríkið í nágrenni kvíanna. Í Skotlandi er nú til skoðunar af hálfu sjókvíaeldisfyrirtækjanna að nota eiturefni sem...
„100% náttúrulegt“ íslenskt fæðubótarefni úr unnið úr norskum eldislaxi
Það er ansi langt seilst að kalla eldislax sem er alinn á sojabaunum og litarefnum til að holdið verði bleikt „100% náttúrulega“ afurð. Þetta leyfa sér þó framleiðendur íslensks drykks sem Stundin fjallar um. Eldislaxinn fá framleiðendurnir frá Mowi, stærsta...
Sjókvíaeldi við kyrrahafsströnd Kanada uppspretta fiskisjúkdóma í villtum laxi
Sjókvíaeldi er uppspretta sjúkdóma og margfaldar skaðleg áhrif sníkjudýra á lífríkið alls staðar þar sem það er stundað. Sjókvíaeldi í opnum netapokum er úrelt tækni. Í hvaða öðrum iðnaði viðgengst að skólpi og annarri mengun sé sleppt óhreinsuðu út í umhverfið? Skv...
Laxeldisgreifarnir kalla eftir sérfmeðferð í sjávarútvegsráðuneytinu
Ekkert kemur á óvart að forstjóri Laxa kalli eftir sérmeðferð frá sjávarútvegsráðherra. Síðast endaði sambærilegt ákall frá sjókvíaeldisiðnaðinum með því að Eftirlitsstofnun EFTA sagði að beitt hefði verið ólögmætum ákvæðum í íslenskum lögum til að koma í veg fyrir að...
Meirihluti Seyðfirðinga andsnúinn fiskeldi í firðinum: Sveitastjórn Múlaþings hundsar vilja íbúa
Fróðlegt verður að sjá hvernig þetta mál fer. Meirihluti heimafólks vill ekki sjá sjókvíaeldi í firðinum og umsóknarferlið virðist í besta falli vera á gráu svæði. Skv. frétt RÚV: Fiskeldi Austfjarða áformar fiskeldi á þremur stöðum í Seyðisfirði en meirihluti...
Rekstrarleyfi Laxa ehf í Reyðarfirði fellt úr gildi
Afar góð tíðindi og mikilvægur áfangasigur að þetta leyfi hafi verið fellt úr gildi! Niðurstaðan er mikill áfellisdómur yfir vinnubrögðum Matvælastofnunar (MAST) sem er, og hefur verið, furðu meðvirk og handgengin sjókvíaeldisfyrirtækjunum. Málsatvik eru á þá leið að...
Athugasemd IWF við breytingar á starfsleyfi Arnarlax í Patreks- og Tálknafirði
IWF skilaði í gær til Umhverfisstofnunar eftirfarandi athugasemd við tillögu að breyttu starfsleyfi Arnarlax: IWF leggst gegn breytingu á starfsleyfi Arnarlax ehf. í Patreks- og Tálknafirði í þá veru að félagið fái heimild til notkunar á eldisnótum með ásætuvörnum sem...
Vottun systurfyrirtækis Arnarlax í Skotlandi dregin til baka vegna íllrar meðferðar á eldislaxi
Breska dýravelferðarélagið RSPCA, sem hefur vottað framleiðslu sjókvíaeldisfyrirtækisins Scottish Sea Farm, dróg í dag vottunina til baka og fór fram á rannsókn á starfsháttum fyrirtækisins. Myndskeið, sem baráttumaðurinn Don Staniford tók á laun í sjókvíum Scottish...
Rányrkja við strendur Afríku til að fóðra evrópskan eldislax
Þetta er fáránleg hringrás og milljarða viðskipti. Gríðarlegt magn af fiski er dregið úr sjó við vesturströnd Afríku fyrir kínverskar fiskimjölsverksmiðjur sem leggja til fóður fyrir eldislax sem endar á borðum Vesturlandabúa. Heimafólk í Afríku er svipt mikilvægri...
Rekstrarleyfi fyrir stórauknu eldi í Dýrafirði þrátt fyrir ítrekuð fyrri brot
Matvælastofnun (MAST) gaf í dag út rekstrarleyfi til Arctic Sea Farm fyrir stórauknu sjókvíaeldi á laxi í Dýrafirði. Þetta er vægast sagt sérstakur gjörningur því fyrirtækið hefur sýnt að því er ekki treystandi til að sinna þessum rekstri. Síðast í desember sendi...