Þetta er eldislax í sjókvíaeldi í Dýrafirði. Myndin er úr í kvöldfréttum RÚV í kvöld, 7. ágúst þar sem birtust myndskeið sem Veiga Grétarsdóttir kajakræðari og baráttukona hefur tekið í sjókvíum á Vestfjörðum. Fjölmarga aðra hræðilega útleikna eldislaxa var að sjá í fréttinni.

Um iðnað sem hugsar svona um eldisdýrin sín þarf ekki að hafa mörg orð.

Segjum nei við sjókvíaeldi.