Umsókn Fiskeldis Austfjarða um sjókvíaeldi í Stöðvarfirði fær falleinkunn á flestum sviðum í umsögn Skipulagsstofnunar.

Við sögðum frá því um helgina hvernig stofnunin hirtir sjókvíaeldisfyrirtækið fyrir þá dellu fullyrðingu að erfðablöndunin frá eldinu verði „óveruleg og afturkræf“

Því til viðbótar bendir Skipulagsstofnun á að starfsemin geti haft neikvæð áhrif á upplifun ferðmanna þar sem sjókvíar breyta „almennt yfirbragði og ásýnd fjarða og ímynd þeirra um lítt snortna eða ósnortna náttúru.“

Þar að auki bendir hún á að auki að „helstu neikvæðu áhrif fyrirhugaðs eldis Fiskeldis Austfjarða í Stöðvarfirði felist í aukinni hættu á að laxalús berist í villta laxfiska, áhrifum á botndýralíf, eðlisþætti sjávar og ásýnd.“

Sjá frétt Morgunblaðsins.