Fréttir
Lúsaplága í fjörðum Noregs
Skelfileg lúsaplága geysar nú í fjörðum Vestur Noregs. Ástæðan er mikill þéttleiki sjókvíaeldis og hlýindi. Sjókvíarnar virka eins og lúsaverksmiðjur knúnar af kjarnorkueldsneyti með hrikalegum afleiðingum fyrir villtan lax, urriða og sjóbirting. Sjá frétt NRK: „Norce...
Sjókvíaeldi í Stöðvarfirði fær falleinkunn í umsögn Skipulagsstofnunar
Umsókn Fiskeldis Austfjarða um sjókvíaeldi í Stöðvarfirði fær falleinkunn á flestum sviðum í umsögn Skipulagsstofnunar. Við sögðum frá því um helgina hvernig stofnunin hirtir sjókvíaeldisfyrirtækið fyrir þá dellu fullyrðingu að erfðablöndunin frá eldinu verði...
Fyrirætlanir um sjókvíaeldi í Stöðvarfirði fá falleinkunn hjá Skipulagsstofnun
Skipulagsstofnun tekur Fiskeldi Austfjarða verðskuldað til bæna í umsögn sinni um matsskýrslu fyrirtækisins vegna umsóknar um sjókvíaeldi í Stöðvarfirði. Í matsskýrslunni heldur sjókvíaeldisfyrirtækið fram þeirri reginfirru að áhrifin af erfðablöndun eldislax við...
Samþætt gróðurhús og landeldisstöð Superior Fresh í Wisconsin er framtíðin
Í ljósi frétta af stórfelldum nýjum áformum um landeldi á Reykjanesi, í Ölfusi og í Vestmannaeyjum er rakið að rifja upp sögu Superior Fresh sem elur ekki bara Atlantshafslax á landi víðsfjarri sjó í Wisconsin ríki í Bandaríkjunum, heldur ræktar gríðarlega mikið af...
Ályktun Landverndar: Þungar áhyggjur af stefnuleysi í málum sjókvíaeldis
Landvernd hélt á dögunum aðalfund þar sem samþykktar voru ýmsar brýnar ályktanir, þar á meðal um sjókvíaeldi. „Aðalfundur Landverndar lýsir yfir þungum áhyggjum vegna núverandi stefnuleysis stjórnvalda á sviði sjókvíaeldis. Lög og reglugerðir á þessu sviði hafa ekki...
Færri laxanet í Hvítá og Ölfusá: 500 fleiri laxar eiga möguleika á að komast á hrygningarstöðvar
Þetta er mjög jákvætt skref í verndun villta laxins. Með þessum samningnum, sem NASF hefur gert, má gera ráð fyrir að allt að fimm hundruð laxar eiga meiri möguleika á að komast á hrygningastöðvar í stað þess að enda í netunum. Skv. frétt Morgunblaðsins: „Færri...
Stórtæk áform um landeldi í Vestmannaeyjum
Þrátt fyrir að talsmenn gamla tímans og úreltrar tækni vilji ekki viðurkenna það þá eru að renna upp nýir tíma í fiskeldi. Sjókvíaeldi í netapokum er niðurgreitt af náttúrunni og lífríkinu. Þar lendir skaðinn af þessari gömlu framleiðsluaðferð, sem er fráleit þegar...
Er Umhverfisstofnun að verðlauna brotastarfsemi sjókvíaeldisfyrirtækja?
Sjókvíaeldisfyrirtækin Arnarlax og Arctic Sea Farm hafa bæði brotið með einbeittum vilja gegn starfsleyfum með notkun á koparoxíðhúðuðum netapokum. Hætt er að nota slíkan búnað við Ástralíu og Nýja Sjáland vegna umhverfisskaðans. Hér sæta fyrirtækin engum viðurlögum....
Samningar milli Samherji og HS Orku um risa landeldisstöð á Reykjanesi
Hér eru stórtíðindi. Samherji ætlar að reisa 40.000 tonna landeldi á Reykjanesi og hefur gengið frá samningi við HS Orku um kaup á heitu vatni og jarðsjó. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 45 milljarðar króna. Samkvæmt frétt Norska laxeldisfréttamiðilsins iLaks:...
Mögnuð frásögn á vinnubrögðum Múlaþings vegna fyrirætlana sjókvíaeldis í Seyðisfirði
Við deilum hér færslu af Facebook síðu Vá félagi um vernd fjarðar, sem er hópur baráttufólks á Seyðisfirði. Hún er merkileg atburðarásin sem þar er lýst: „Múlaþing tók nýlega fyrir erindi sem við sendum þeim þar sem við bentum þeim á athugasemd okkar lögfræðings sem...
„Allt fyrir gróðann“ – grein Gunnlaugs Stefánssonar
„Á sama tíma og viðvörunarorðin óma, þá vilja íslenskir spámenn eldisiðjunnar framleiða 500 þúsund tonn af laxi á ári, þ.e. rúmlega fimmtánfalda aukningu miðað við það sem nú er framleitt. Það myndi ganga að villtum laxastofnum dauðum á Íslandi með hrikalegum...
Fjárfestar hafa mikinn áhuga á landeldi: Sjókvíaeldið er deyjandi iðnaður og lífshættulegur lífríkinu
Meiri eftirspurn en framboð var eftir nýjum hlutum í Atlantic Sapphire, sem er félagið að baki einu stærsta landeldisverkefni heims. Félagið safnaði 121 milljón dollar, ígildi um 15 milljörðum íslenskra króna, í hlutafjárútboði sem lauk í síðustu viku. Félagið á og...