Hér er minnt á óþægilega stöðu fyrir eftirlitsstofnanir og fólkið sem situr á þingi og setur lögin sem sjókvíeldið á að starfa eftir. Arndís Kristjánsdóttir minnir á kaldan raunveruleika sjókvíaeldisins og kallar eftir aðgerðum í þessari grein sem birtist á Vísi.

„Miðað við þann fjölda laxa sem er í sjókvíum við Ísland þýðir 20 prósent hlutfallið að um og yfir 2,5 milljónir eldislaxa drepast í kvíum á þessu ári.

Þetta er óendanlega dapurlegt. Starfsfólk eftirlitsstofnana, dýralæknarnir og aðrir sem þar vinna, veit að svona er þessi iðnaður.”