Þessu ber að fagna! Yfirvöld í Argentínu ætla ekki að gera þau mistök að hleypa opnu sjókvíaeldi ofan í firði sína. Það er úrelt tækni eins og þeir segja jafnvel sjálfir sem starfa innan geirans. Skaðleg áhrif á umhverfið og lífríkið er óásættanleg. Sama gildir um meðferðina á eldisdýrunum sem stráfalla í sjókvíunum.

Skv. Salmon Business hefur alríkissaksóknari Argentínu staðfest bann fylkisþings Tierra del Fuego við öllu sjókvíaeldi:

„In July earlier this year, Argentina became effectively the first country to ban open-net salmon farming after the Tierra del Fuego legislature passed a law banning commercial salmon aquaculture in the archipelago.

Now, Argentina’s Prosecution Office has upheld the ban despite an appeal by the company Australmar Almanza de Valdés.

The new law states that “the cultivation and production of salmonids in the jurisdictional waters of the province” will not be allowed. In order to “ensure the protection, preservation and protection of the natural resources, genetic resources and lake and marine ecosystems” of Tierra del Fuego.“

Með því að banna sjókvíaeldi nú koma argentísk stjórnvöld veg fyrir áralanga baráttu fyrir því að koma sjókvíum aftur upp úr sjónum. Því miður sýndu íslensk stjórnvöld ekki viðlíka framsýni. Enn er þó ekki of seint að koma í veg fyrir að þessi skaðlegi iðnaður leggi fleiri firði og svæði undir sig.

Segjum nei við sjókvíaeldi.