Fréttir
Stórt gat á sjókví Laxa fiskeldis í Reyðarfirði – uppfært
Laxar fiskeldi hafa tilkynnt um 50 x 15 cm stórt gat á nótarpoka einnar sjókvíar Laxa við Vattarnes í Reyðarfirði. Í sjókvínni voru um 145.000 laxar að meðalþyngd 2,6 kg. Á þessari stundu er ekki ljóst hversu margir laxar hafa sloppið né hvort grunur er um að í...
Magn krabbameinsvaldandi eiturefna eykst í laxeldisfóðri
Stighækkandi magn aflatoxíns (enska: mycotoxin) í fóðri í laxeldi er mikið áhyggjuefni innan þessa verksmiðjubúskapar. Og full ástæða til. Þetta er eiturefni sem er framleitt af myglusveppum sem vaxa við ákveðið hita- og rakastig í matvælum og fóðri. Samkvæmt...
„Laxeldisfyrirtæki á netaveiðum“ – grein Elvars Arnar
Við vekjum athygli á þessari grein Elvars. Og við hana er rétt að bæta að eldislaxar sem hafa sloppið úr sjókvíaeldi hér við land hafa veiðst í ám mörg hundruð kílómetrum frá eldissvæðunum. Sjókvíaeldi í opnum netapokum er úrelt tækni. Þrátt fyrir það eru íslensk...
Gat á sjókví þar sem blóðþorri geisaði áminning um hörmungar sjókvíaeldis
Finnst ykkur, lesendur góðir, það stjórnmálafólk trúverðugt sem segir að því sé annt um náttúru og lífríki Íslands, um leið og það greiðir götu þessa skelfilega iðnaðar? Frétt RÚV: „Matvælastofnun hefur nú til rannsóknar hvort eldislaxar hafi sloppið úr sjókví Laxa...
Raunveruleiki sjókvíaeldisins: Útlend verksmiðjuskip og fiskisjúkdómar
Banvænn veirusjúkdómur og massaslátrun eldisdýranna um borð í útlendu verksmiðjuskipi. Svona er þessi iðnaður, endalaus skakkaföll, fyrir umhverfið, lífríkið og eldisdýrin sem eru geymd við óviðunandi aðstæður. Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu....
Myndskeið af skelfilegum aðstæðum í skoskum sjókvíum vekja óhug á Bretlandseyjum
Breskir fjölmiðlar birta í dag hrikaleg myndskeið og myndir sem teknar eru í sjókvíum með eldislax við Skotland. Fiskarnir eru illa særðir vegna lúsasmits í kvíunum þar sem aðstæðurnar eru með öllu óboðlegar. Því miður er þetta kunnuglegt myndefni. Vídeó sem Veiga...
Fyrirætlanir um sjókvíaeldi í Seyðisfirði fá falleinkun Skipulagsstofnunar
Skipulagsstofnun hefur gefið út álit um mat á umhverfisáhrifum 10.000 tonna eldis á laxi í Seyðisfirði á vegum Fiskeldis Austfjarða, og er það vægast sagt neikvætt. Það orð kemur einmitt oftast allra orða fyrir í álitinu. Hér eru nokkrir kaflar: „Skipulagsstofnun...
Þörungablómi drepur 760,000 fiska í sjókvíum við Chile
Sjókvíaeldi er óboðleg og ómannúðleg aðferð við matvælaframleiðslu. Eldislaxinn stráfellur í sjókvíum alls staðar þar sem þessi starfsemi er leyfð. Hvort sem það er við Noreg, Ísland eða Chile. Munið að spyrja á veitingastöðum og í verslunum hvaðan laxinn kemur....
Óskiljanlegar nýjar heimildir sjókvíaeldisfyrirtækja til koparmengunar
Umhverfisstofnun hefur á síðustu misserum tekið upp á því að fallast á breyta starfsleyfum sjókvíaeldisfyrirtækja afturvirkt og heimila notkun netapoka með ásætuvörnum sem innihalda koparoxíð. Hefur það verið gert þvert á bann við notkun slíkra netapoka í fyrri...
Landeldi er framtíðin: 109 fyrirtæki með fyrirætlanir upp á 2.5 milljón tonn
Eins og hefur komið fram í fréttum innanlands er unnið að stórfelldri uppbyggingu á laxeldi á landi í Ölfusi við Þorlákshöfn á á Reykjanesskaga, þar sem er nú þegar umfangsmikið landeldi á laxfiskum. Þessi umskipti verða ekki stöðvuð. Hafið er brotthvarf frá opnu...
Verð laxeldiskvóta í Noregi hækkar meðan íslensk stjórnvöld úthluta honum frítt
Verð á framleiðslukvóta í sjókvíaeldi á laxi hefur farið stöðugt hækkandi á undanförnum árum í Noregi. Ástæðan er einföld eins og farið er yfir í meðfylgjandi grein fagmiðilsins Salmon Business: „Umhverfisfótsporið er svo stórt, sérstaklega af völdum laxalúsar, í opnu...
Erfðamengun úr norskum sjókvíaeldislaxi útbreidd í sænskum laxeveiðiám
Rannsóknir norskra og sænskra vísindamanna staðfesta að erfðamengun frá norskum sjókvíaeldislaxi er útbreidd í villtum laxastofnum í ám í Svíþjóð. Erfðablöndunin hefur veruleg áhrif á getu villtra stofna til að komast af í náttúrunni. Sænsku árnar eru víðsfjarri...