Baráttukonan Veiga Grétarsdóttir hefur birt þetta stórmerkilega myndband þar sem má meðal annars sjá „bakteríumottuna“ sem þekur sjávarbotninn undir sjókvíunum í Dýrafirði. Í myndbandinu er líka farið á slóðir sjókvíaeldis við Noreg og Skotland þar sem afleiðingar sjókvíaeldis eru áþekkar.

Þá skoðar Veiga líka ruslið sem má sjá víða um strandir Vestfjarða frá sjókvíeldinu og notkun þungmálma í ásætuvörnum á netapokunum en uppsöfnun þeirra í umhverfinu eru vaxandi áhyggjuefni í Noregi.

Við mælum eindregið með áhorfi. Vel gert Veiga!