Fréttir
Viðtal við Magnús Guðmundsson, um varnarbaráttu Seyðfirðinga fyrir fjörðinn sinn
Kæru vinir og baráttusystkini, við mælum eindregið með því að þið hlustið á þetta viðtal við Magnús Guðmundsson. Hann er meðal fólks frá Seyðisfirði sem á nú í harðri varnarbaráttu fyrir fjörðinn sinn, ekki aðeins gagnvart yfirgangi sjókvíaeldisfyrirtækisins Laxar ehf...
Notkun kopars sem ásætuvarna á sjókvíum fordæmd af norskum náttúruverndarsamtökum
Elstu náttúruverndarsamtök Noregs gagnrýna harðlega að enn skuli vera leyft að nota kopar í ásætuvarnir á netapoka í sjókvíaeldi þar við land, enda er þetta þungmálmur sem hefur mjög skaðleg áhrif a lífríkið. Einsog reglulegir lesendur þessarar síðu vita höfum við hjá...
Atvinnusköpun sjókvíaeldisfyrirtækjanna er lítil sem engin
Samkvæmt nýjustu ársreikningum sjókvíaeldisfyrirtækjanna sem starfa á Íslandi (fyrir árið 2021) unnu þar að meðaltali um 290 manns. Sama ár unnu samkvæmt staðgreiðsluskrá um 580 manns við sjókvíaeldið, eru þá allir taldir, hvort sem þeir unnu lengur eða skemur í...
„Norska skattaflóttafólkið og fyrirheitna landið Ísland“ – grein Jóns Kaldal
„Sjókvíaeldi krefst ekki margra starfa. Þetta er hins vegar fjárfrek starfsemi. Miklir peningar eru í vinnu. Afraksturinn (arðurinn) rennur til eigenda fjármagnsins, sem eru að langmestu leyti norsk fyrirtæki. Með öðrum orðum, úr landi. Það eina sem við vitum fyrir...
Kjósum Sigfinn Mikaelsson sem Austfirðing ársins árið 2022
Við hvetjum fólk til að kjósa Sigfinn Mikaelsson í kosningu Austurfréttar um Austfirðing ársins 2022. Sigfinnur hefur verið í fararbroddi baráttu heimafólks á Seyðisfirði gegn áformum um að sett verði sjókvíaeldi af iðnarskala í Seyðisfjörð. Áfram Sigfinnur! Skv....
Einbeitt og ósvífin skattasniðganga sjókvíaeldisfyrirtækjanna
Stjórnarformaður Måsøval, hins norska móðurfélags sjókvíaeldisfyrirtækjanna Laxa og Fiskeldis Austfjarða (Ice Fish Farm), hefur fært nánast allan eignarhlut sinn í fyrirtækinu á nafn tæplega 18 ára dóttur sinnar, sem flutti heimilsfang sitt til Sviss síðastliðið...
Fyrirætlanir Arctic Sea Farm um notkun kopars í eldiskvíum í Arnarfirði þurfa að fara í umhverfismat
Að mati Hafrannsóknastofnunar er áhyggjuefni og afturför miðað við stefnu annarra landa að verið sé að hefja notkun á ásætuvörnum sem innihalda kopar í sjókvíaeldi hér á landi enda er efnið þungmálmur og baneitrað ýmsum lífverum sjávar. Þetta kemur og meira kemur fram...
Lúsaplága í Dýrafirði: Ástandið komið langt út fyrir það sem telst viðunandi í Noregi
Ef norska umferðarljósakerfið væri notað hér hefði sjókvíaeldi í Dýrafirði verið meira eða minna á rauðu jósi frá 2017, svo slæmt hefur ástandið verið. Norðmenn nota það kerfi til framleiðslustýringar í sjókvíaeldi. Á rauðu ljósi er skylda að slátra upp úr kvíunum. Er...
Hagsmunagæslumaður sjókvíaeldisiðnaðarins skipaður sem formaður starfshóps um eflingu samfélags á Vestfjörðum
Það er engu líkara en Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hafi ákveðið að storka náttúruverndarfólki eins hraustlega og mögulegt er með skipun formanna í tveimur starfshópum. Í dag kynnir hann Einar K. Guðfinnsson, helsta lobbísta...
„Myndir af hafsbotni í Dýrafirði sýna hvíta bakteríuslykju“ – grein Elvars Arnars Friðrikssonar
Við spyrjum einsog vinir okkar hjá NASF ef botn sem er þakinn hvítri bakteríuleðju fær fyrstu einkun úr innra eftirliti sjókvíaeldisins, hvað er þá að marka slíkt eftirlit? Í greininni segir Elvar m.a.: „Stuðningsmenn sjókvíaeldisiðnaðarins hafa í þessari viku fjallað...
Nýjar myndir af helsærðum laxi úr sjókvíum í Reyðarfirði eftir frosthörkur veturinn 2020
Veturinn 2020 voru fyllt á hverjum degi átta til tíu kör af helsærðum eldislaxi úr sjókvíum i Reyðarfirði. Ástæðurnar voru kuldi og vetrarsár á fiskinum. Við vörum við myndefni sem birtist í þessari nýju frétt Stundarinnar. Það hefur ekki verið sýnt áður. Afleiðingar...
Ofan á alla aðra meðgjöf skattgreiðenda koma sjókvíaeldisfyrirtækin sér undan hækkun fiskeldisgjalds
Þetta er svo grátlega aumt af hálfu stjórnvalda. Sjókvíaeldisfyrirtækin hafa með þrýstingi í gegnum SFS beygt þau í duftið og komið sér þannig hjá að greiða áætlaða 450 milljón króna hækkun á fiskeldisgjaldinu á næsta ári. Á sama tíma og þessi iðnaður þykist ekki vera...