Fréttir
Þvert á allar spár MAST lifir laxalúsin ekki bara af í sjókvíum, heldur fjölgar sér
Vorið 2017, helstu sérfræðingar Matvælastofnunar (MAST): laxalús verður aldrei sama vandamál í sjókvíaeldi hér við land og í öðrum löndum. Vorið 2023, 31 eitrun/lyfjafóðrun síðar: mögulega er kominn upp stökkbreyttur og kuldaþolinn stofn af laxalús við Ísland. Í...
„Lús 22-falt yfir norskum mörkum og 44-falt yfir eigin viðmiðum“ – grein Jóns Kaldal
Í Noregi er sett vikulegt hámark við 0,2 laxalýs á hvern eldisfisk á göngutíma seiða villtra laxastofna úr ám. Ef lúsin fer yfir þau mörk gera norskar eftirlitsstofnanir kröfu um aðgerðir. Annað hvort skal eitrað fyrir lúsinni eða slátrað upp úr sjókvíunum. Og ef...
Lúsaplágan í Arnarfirði mun aðeins versna ef stækkunaráform Arnarlax ganga eftir
Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum höfum sent umsögn til Skipulagsstofnunar þar sem við mótmælum stækkunaráformum Arnarlax í Arnarfirði. Eitrað hefur verið fyrir laxalús með skordýraeitri eða lyfjafóðri á hverju einasta ári frá 2017 í Arnarfirði, síðast nú fyrir...
„Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna?“ – grein Jóns Árna Vignissonnar
Fyrir nokkrum dögum birtist grein frá starfsmanni Landsvirkjunar þar sem því var haldið fram að vegna virkjana í Þjórsá hefði villtur laxastofn árinnar „margfaldast að stærð“. Fulltrúi Landsvirkjunar lét þess hins vegar ekki getið að á sínum tíma var gengið þannig...
Laxadauði í sjókvíum við Ísland umtalsvert meiri en í Noregi
Fyrstu fjóra mánuði ársins drápust rúmlega 1,1 milljón eldislaxa í sjókvíum við Ísland. Það er um það bil 19-föld stærð villta íslenska laxastofnsins. Tölur yfir laxadauðann í sjókvíunum er hægt að sjá á Mælaborði fiskeldis sem er birt á vefsvæði Matvælastofnunar...
„Athugasemdir doktors í líffræði við áform um Hvammsvirkjun“ – grein Margaret J. Filardo
Ef Hvammsvirkjun rís þá mun hún skaða villta laxastofna. Margaret J. Filardo, doktor í líffræði og sérfræðingur í áhrifum mannvirkja á göngufiska. Hún var í þrjá áratugi leiðandi í rannsóknum á lífsskilyrðum laxastofna í virkjuðum ám hjá Fiskvegamiðstöðinni (Fish...
„Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð“ – grein Magnúsar Guðmundssonar
Í þessari grein Magnúsar er farið á skýran hátt yfir af hverju óskiljanlegt er að sjórnvöld hafi ákveðið að heimila sjókvíaeldi á laxi í Seyðisfirði, samkvæmt standsvæðaskipulagi fyrir Austfirði. Heimafólk við fjörðinn er nú í þeirri furðulegu stöðu að þurfa að höfða...
Vesturbyggð stefnir Arnarlax vegna ógreiddra hafnargjalda
Og svo er enn til fólk sem trúir því að sjókvíaeldisfyrirtækjunum sé annt um sjávarbyggðirnar. Þetta er ekki og hefur aldrei verið góðgerðarstarfsemi. Sú saga hefur verið skrifuð í Noregi nú þegar. Störfin eru alltaf færri en var lofað og hagnaðurinn tekinn út annars...
Fyrirspurn BB til IWF um skólpmengun frá sjókvíaeldi
Okkur barst í dag fyrirspurn frá Kristni H. Gunnarssyni, ritstjóra BB, sem okkur er ljúft og skylt að svara. Tilefnið eru upplýsingar sem koma fram á heimasíðu Ekki í boði. Fyrirspurnin og svarið við henni fara hér á eftir: FYRIRSPURN BB „Óskað er nánari skýringa á...
Morgunblaðið fjallar um „Ekki í boði“ verkefnið
Morgunblaðið fjallar um Ekki í boði verkefnið í dag. Enda er það á fljúgandi siglingu! „Alls hafa 45 veitingahús og verslanir nú tekið sjókvíaeldislax af boðstólunum. Eigendur veitingahúsa segja eldislax úr sjókvíeldi vera mengandi og sýki villta...
„Samkeppnisstofnun auglýsir: Samkeppni um ljótustu náttúru landsins“ – grein Auðar Övu Ólafsdóttur
Hlustum á Auði Övu Ólafsdóttur rithöfund. Við Íslendingar megum ekki gera sömu mistökin eina ferðina enn: Að taka opnum örmum erlendum risafyrirtækjum sem axla hér enga umhverfisábyrgð, láta sig náttúru og lífríki engu varða - og fara með gróðann úr landi. Í...
„Græðgin flytur fljót“ – grein Snæbjörns Guðmundssonar
Það þarf að grípa hratt inn í til að stöðva þessa brotastarfsemi gegn umhverfinu og lífríkinu, sem Snæbjörn lýsir i grein sinni sem birtist á Vísi. „Ferðalangar um hringveginn í Hörgárdal hafa í áranna rás eflaust rekið augun í malarhauga á bökkum Hörgár hér og þar,...