Veiðifélag Ytri Rangár lét þau boð út ganga í vikunni að leiðsögu- og veiðimönnum við ánna bæri skylda skylda til að drepa allan urriða og sjóbirting sem veiðist. Tilgangurinn á að vera vernd laxaseiða. Lax hefur hins vegar aldrei átt náttúruleg heimkynni í ánni heldur byggir veiði þar á þessum hafbeitarlaxi sem er sleppt af veiðifélaginu.

IWF fordæmir þessa ákvörðun og hvetur leiðsögu- og veiðimenn til að hafa tilmælin að engu.

Urriða- og sjóbirtingsstofnar Ytri Rangár eru einstakir og hafa átt þar heimkynni í þúsundir ára.

Það er fráleit hugmynd af hálfu veiðifélagsins að gera slíka atlögu að þessum merku stofnum til að vernda viðskiptahagsmuni vegna hafbeitarlax sem myndi ekki þrífast í ánni án seiðasleppinganna.