Baráttusystkini okkar á Bretlandseyjum voru að birta yfirlit yfir þá veitingastaði og verslanir sem bjóða ekki upp á eldislax úr sjókvíum. Gott er að geta haft listann til leiðsagnar á ferðalögum þar.

Á síðunni er líka að verða til yfirlit yfir staði annars staðar í heiminum. Þar leiðum við á Íslandi með okkar mikla fjölda veitingastaða sem hafa tekið sér stöðu með umhverfinu og lífríkinu. Við eigum frábært veitingafólk!