Um 1,5 milljón eldisdýr hafa drepist í sjókvíum við Ísland fyrstu sex mánuði ársins. Stefnir þannig í álíka mikinn dauða í sjókvíaeldinu og í fyrra, sem var hæsta ár sögunnar í þessari skelfilegu deild, en 2022 drápust um þrjá milljónir fiska, eða 19 prósent af þeim fiskum sem settir voru í sjókvíarnar.

Þetta er hræðilegt hlutfall. Einn af hverjum fimm fiskum þolir ekki vistina sem sjókvíeldisfyrirtækin búa þeim.

Fagráð MAST um velferð dýra fjallaði um þennan mikla velferðarvanda sjókvíaeldisins síðastliðið vor. Í fundargerð ráðsins frá 26. apríl kemur fram að stefnt sé að því að ná „afföllunum“ í 11 prósent á ársgrundvelli.

Sjókvíaeldisfyrirtækin verða hins vegar víðs fjarri því markmiði á þessu ári. Hlutfallið er þegar komið í 8,9 prósent og fiskar sem eru nú þegar í kvíunum munu halda áfram að drepast seinni hluta ársins.

Veiga Grétarsdóttir tók ljósmyndina sem fylgir þessari færslu. Hún sýnir eldislax í sjókví í Dýrafirði.

Sjókvíaeldi er algjörlega óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.