Listinn yfir veitingahús og verslanir sem ekki bjóða upp á fisk úr sjókvíaeldi heldur áfram að lengjast. Í vor og sumar hafa eftirfarandi veitingahús bæst á listann.

  • Fiskfélagið við Vesturgötu 2a í Reykjavík hefur um langt árabiil aðeins boðið upp á lax úr landeldi.
  • Fisk Kompaní á Akureyri hefur frá stofnun 2013 aðeins boðið upp á lax úr landeldi.
  • Við bjóðum veitingastaðinn Borg Restaurant í Hótel Borg við Austurvöll einnig velkominn á listann.
  • Sömu leiðis bestu veitingastaðina á Seyðisfirði Norð Austur Sushi & Bar og Skaftfell Bistró, Veitingastaðinn Strikið á Akureyri og Ottó Matur & drykkur á Höfn í Hornafirði.

Lista yfir öll fyrirtæki sem taka þátt í Ekki í boði verkefninu má finna hér.

Einn af þeim veitingastöðum sem hafa lengi aðeins boðið lax sem kemur úr landeldi er Moss við Bláa lónið. Þar er yfirkokkur Agnar Sverrisson, einn allra farsælasti matreiðslumaður þjóðarinnar.

Agnar var meðal annars eigandi að Michelin veitingastaðnum Texture, sem hann starfrækti um árabil í London. Í myndbandinu sem hér fylgir útskýrir Agnar hvað ræður ferðinni þegar hann velur hráefni fyrir Moss.