Fréttir
Grunur um að eldislax hafi verið fangaður í Blöndu
Við erum ekki búin að sjá fyrir endann á þessum hryðjuverkum gegn íslensku lífríki. Allt er að rætast sem varað var við en sjókvíaeldisfyrirtækin sögðu að gæti ekki gerst. Í umfjöllun RÚV kemur fram: „Við slátrun Arctic Sea Farm á laxi, frá 9. ágúst til þess 20., úr...
Stórfurðulegur málflutningur talskonu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi
„Það að lax gangi upp í laxveiðiá þýðir ekki erfðablöndun. Það að lax blandist í einhverjum tilvikum við villta laxinn það þýðir ekki að villta stofninum stafi hætta af. Þetta þarf að vera viðvarandi verulegt ástand ekki bara í eitt ár heldur í áratugi,“ þetta sagði...
Brýning Hafrannsóknastofnunar: Fylgjumst vel með eldislaxi
Við vekjum athygli stangveiðifólks á þessari brýningu Hafrannsóknastofnunar. Mikilvægt er að skila til greiningar fiski sem minnsti grunur er um að komi úr sjókvíaeldi. Á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar: Árvekni veiðimanna er mikilvæg Mikilvægt er að veiðimenn séu...
„Lögfræðilegur bastarður“ – grein Jóns Kaldal
Jón Kaldal svarar í dag pistli sem framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) fékk birtan í viðskiptablaði Morgunblaðsins í síðustu viku. Fleirum en okkur hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum finnst undarlegt að sjá hversu hatrammlega Samtök fyrirtækja í...
Laxveiði er mikilvæg atvinnugrein sem á þriðja þúsund fjölskyldna reiða sig á
Við styðjum Þuríði og aðrar fjölskyldur sem hafa um árabil treyst á hlunnindi af sjálfbærri stangveiði. Þegar eitt fær að blómstra á kostnað annars. Vissir þú að 2.250 lögbýli um allt land treysta á stangveiði sem ferðaþjónustu og fá þaðan beinar tekjur? Stangveiði er...
Eldislax á leið upp ár í Húnavatnssýslu til að hrygna – laxveiðimenn miður sín
Þetta eru afspyrnu vond tíðindi. Kynþroska eldislax streymir nú í árnar í Húnavatnssýslu og víðar og er tilbúinn til hrygningar. Og ótrúlegt en satt þá eru sjókvíaeldisfyrirtækin, sem eiga þessa fiska og týndu úr netapokunum, stikkfrí gagnvart því tjóni sem þau valda...
Eldislax að koma upp úr hverri ánni á fætur annarri á Vestfjörðum
Þetta er staðan. Vaðandi eldislax í ám á Vestfjörðum og líka í landshlutum víðsfjarri eldissvæðunum. Svo vilja þessi fyrirtæki auka sjókvíaeldi við Ísland. Auðvitað á að stoppa þessa vitleysu með því að hætta útgáfu nýrra leyfa og setja inn sólarlagsakvæði um...
Veiðimenn að landa meintum „Patreksfirðingum“ víða
Og sjókvíaeldisfyrirtækin vilja margfalda magnið af eldislaxi í netapokum við Ísland þrátt fyrir að þau ráði ekki einu sinni við það magn sem er þar nú þegar. Eldisdýrin ýmist drepast í stórum stíl í sjókvíunum eða sleppa út með hörmulegum afleiðingum fyrir villta...
Forhert afneitun forystu sjókvíaeldisfyrirtækjanna
Einn forráðamanna Arctic Fish lét hafa eftir sér í tengslum við þetta nýjasta áfall fyrir sjókvíaeldisiðnaðinn að það ætti „ekki að geta gerst“ að fiskur sleppi úr netapokunum. Þau orð kjarna afneitun fulltrúa sjókvíaeldisfyrirtækjanna gagnvart þeim skaða sem...
Móðurfélag Arnarlax sektað í Noregi fyrir skelfilegan aðbúnað í sjókvíum fyrirtækisins
Hver vill borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti? Athugið að laxadauðinn í sjókvíunum við Ísland er hlutfallslega umtalsvert meiri en við Noreg. Þetta er ömurlegur iðnaður þar sem fyrirtækin hafa alltaf hagnað sinn í forgangi frekar en velferð eldisdýranna....
Tvö göt finnast á sjókví Arctic Sea Farm í Patreksfirði
Svona er þessi skaðlegi iðnaður og mun aldrei breytast á meðan þeir sem hagnast á honum halda áfram að nota netapoka sem hanga á flotgrindum. Arctic Fish hefur ekki hugmynd hvað mikið af fiski hefur sloppið úr þessum sjókvíum. Í frétt Vísis er vitnað í tilkynningu frá...
Umhverfissjóður sjókvíaeldisstöðva hefur engan áhuga sýnt á plastmengun frá sjókvíum
Þegar smellt er á hlekkinn sem hér fylgir er hægt að skoða ýmsar upplýsingar um Umhverfissjóð sjókvíaeldis. Skilgreint markmið sjóðsins er að „lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis“. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og...