Hver vill borða matvöru sem er framleidd með þessum hætti?

Athugið að laxadauðinn í sjókvíunum við Ísland er hlutfallslega umtalsvert meiri en við Noreg.

Þetta er ömurlegur iðnaður þar sem fyrirtækin hafa alltaf hagnað sinn í forgangi frekar en velferð eldisdýranna.

Sjókvíaeldi er óboðleg aðferð við magtvælaframleiðslu.

Í frétt RÚV segir m.a.:

„Norska matvælastofnunin hefur sektað fiskeldisrisann SalMar um 1,7 milljónir norskra króna, jafnvirði rúmlega 21 milljón íslenskra króna. Mikill fjöldi dauðra og mjög veikra fiska fannst í kvíum fyrirtækisins.

Norska matvælastofnunin og strandgæslan fóru í eftirlitsferð í Þrændalög um miðjan apríl.

Farið var í tíu starfsstöðvar nokkurra fiskeldisfyrirtækja. Hjortøya, starfsstöð SalMar, kom verst út úr eftirlitinu. … Eftirlitsmenn fundu mikinn fjölda dauðra eldislaxa og fiska sem voru með svokölluð vetrarsár.

Norska matvælastofnunin fyrirskipaði SalMar að slátra öllum fiski í einni kví en það var ekki gert. Opin sár í söltu vatni valda fiskunum miklum sársauka sem fyrirtækið er sagt hafa hunsað í gróðaskyni.

Matvælastofnun telur að forsvarsmenn SalMar hafi vísvitandi brotið lög.

„Brotið hefur valdið þjáningum og dauðsföllum á miklu magni af fiski, samtals yfir 64.000 fiskum.“

SalMar á meirihluta í íslenska félaginu Arnarlaxi á Bíldudal og er næststærsta laxeldisfyrirtæki í heimi.“