Við styðjum Þuríði og aðrar fjölskyldur sem hafa um árabil treyst á hlunnindi af sjálfbærri stangveiði.

Þegar eitt fær að blómstra á kostnað annars.

Vissir þú að 2.250 lögbýli um allt land treysta á stangveiði sem ferðaþjónustu og fá þaðan beinar tekjur?

Stangveiði er í lykilhluti í ferðaþjónustu á Íslandi.

Hér í Vopnafirði eru fjórar laxveiðiár og við þær allar búa fjölskyldur sem treysta á tekjur frá þessari ferðaþjónustu. Þar að auki eru tugir starfsmanna sem vinna við árnar okkar.

Þetta à við mjög víða um landið okkar.

Nýlega kom í ljós að gat kom á sjókví sem innihélt rúmlega 70.000 laxa hjá Arctic fish á Patreksfirði. Enginn veit hversu margir eldislaxar sluppu og munu leita uppí ár en nú er ljóst að þeir eru farnir að týnast upp í íslenskar laxveiðiár, sem mun hafa skelfilegar afleiðingar fyrir íslenska laxastofninn.

Sjókvíaeldi er bein ógn við íslenska laxastofninn og þar með lífsviðurværi þúsunda fjölskyldna á landsbyggðinni.

Er þess virði að setja lífsviðurværi alls þessa fólks í hættu bara til þess að skapa nokkur störf í sjókvíaeldi á öðrum stað og flytja svo alla peningana úr landi?

Ég hef alltaf talað fyrir uppbyggingu í litlum sjávarplássum úti á landi, en mun aldrei gera það ef það er á kostnað annars fólks í sveitum landsins.

Ég veit ég hef kannski lítil áhrif, en ég krefst þess að þessi starfsemi verði stöðvuð og alfarið flutt uppá land. Ég krefst þess að ráðamenn þessa lands hlusti núna á ákall okkar í veiðifélögum landsins, standi í lappirnar og bjargi íslenska laxastofninum frá útrýmingu.

Ég er sorgmædd í dag.