Og sjókvíaeldisfyrirtækin vilja margfalda magnið af eldislaxi í netapokum við Ísland þrátt fyrir að þau ráði ekki einu sinni við það magn sem er þar nú þegar.

Eldisdýrin ýmist drepast í stórum stíl í sjókvíunum eða sleppa út með hörmulegum afleiðingum fyrir villta íslenska laxinn.

Þetta er óboðleg aðferð við matvælaframleiðslu.

Morgunblaðið fjallaði um grunaða „Pat­reks­firðing­a“ sem veiðast víða:

„Grun­sam­leg­ur fisk­ur veidd­ist í Hóp­inu í síðustu viku og eins og mynd­ir sem Sporðaköst feng­ur send­ar benda sterk­lega til þess að um eld­islax sé að ræða. Sýni hafa verið send til sér­fræðinga til að fá úr upp­runa fisks­ins skorið.

Lax veidd­ist í Hvolsá og Staðar­hólsá í Döl­um og er talið næsta víst að um eld­islax sé að ræða. Sá fisk­ur veidd­ist í Hvols­hyl um sjö kíló­metra frá ósn­um. Starfs­menn Haf­rann­sókna­stofn­un­ar voru í næsta ná­grenni og tók þeir fisk­inn með sér til rann­sókn­ar á hon­um.

Einn slík­ur veidd­ist í Laxá í Döl­um.

Í dag vakti NASF á Íslandi at­hygli á því að þrír lax­ar hefðu sést í laxa­telj­ar­an­um í Laug­ar­dalsá og bera þeir all­ir þess merki að vera eld­islax­ar. Á face­booksíðu NASF eru birt­ar mynd­ir úr telj­ar­an­um og sjást á þess­um fisk­um mörg þau ein­kenni sem eld­islax­ar bera með sér. Rifn­ir ugg­ar og skemmd­ur sporður svo eitt­hvað sé nefnt. …

Það sem eyk­ur grun­semd­ir manna í þess­um til­vik­um er að fisk­ur­inn sem slapp úr kví­um í ná­grenni Pat­reks­fjarðar var tal­inn í kring­um sex kíló og þeir fisk­ar sem grun­semd­ir bein­ast að eru af þeirri stærð. Fisk­ur­inn í Hóp­inu var þannig sjö kíló og fisk­ur­inn í Hvolsá var sex kíló. Fisk­arn­ir sem sáust í telj­ar­an­um í Laug­ar­dalsá virðast líka vera af þess­ari stærð.“