Við vekjum athygli stangveiðifólks á þessari brýningu Hafrannsóknastofnunar. Mikilvægt er að skila til greiningar fiski sem minnsti grunur er um að komi úr sjókvíaeldi.

Á vefsíðu Hafrannsóknastofnunar:

Árvekni veiðimanna er mikilvæg
Mikilvægt er að veiðimenn séu vakandi fyrir mögulegum eldiseinkennum á löxum sem þeir veiða. Einkennin geta verið mjög misáberandi milli eldislaxa sem fer m.a. eftir því hvenær í lífsferlinum viðkomandi lax slapp úr eldi. Nánari lýsingar á einkennum eldislaxa má sjá á skýringarmynd neðst í fréttinni.

Áríðandi er að löxum með eldiseinkenni sé komið til Hafrannsóknastofnunar til rannsókna.

Strokulaxar úr eldi sjást í fiskiteljurum áa
Í ljósi frétta um slysasleppingar laxa úr sjókvíum er tilefni til að árétta mikilvægi þess að veiðimenn og veiðiréttareigendur séu vakandi yfir hugsanlegum strokulöxum úr sjókvíum í ám.

Laxar sem mögulega eru strokulaxar úr eldi hafa nýlega sést í teljurum í ám hér á landi, til dæmis í Laugardalsá. …

Mynd: Leiðbeiningar um greiningu á hvort veiddur fiskur sé náttúrulegur eða strokufiskur úr eldi.