Fréttir
Landeldi í stórsókn um allan heim: Framtíð laxeldis er á landi
Fjárfestar eru þegar teknir að uppskera vegna fjárfestinga í laxeldi á landi. Þar liggur framtíð fiskeldis, sem og í öruggum lokuðum kvíum í sjó en sú tækni er hins vegar skemmra á veg komin en landeldið....
750.000 eldislaxar drápust í Færeyjum í síðustu viku
Laxeldisfyrirtækið Bakkafrost hefur staðfest að um 750 þúsund laxar drápust í sjókvíum félagsins í síðustu viku. Ástæðan er enn á huldu, en grunur beinist að þörungablóma. Laxeldi í opnum sjókvíum er afar frumstæð aðferð við matvælaframleiðslu. Aðbúnaður eldisdýranna...
Eldislaxinn í Eyjafjarðará var kominn að því að hrygna: Erfðablöndun er raunveruleg hætta
Skv. frétt Vísis: „Það er þekkt að fiskar af eldisuppruna hrygni seinna að haustinu en villtur lax. Þá eru til dæmi um að hrygnan róti upp öðrum hrognum á hrygningarstað þar sem aðrir fiskar eru farnir af svæðinu og eru ekki til staðar til að verja sitt,“ segir Guðni...
200.000 eldislaxar drápust hjá Arnarlaxi síðasta vetur
Í þessu viðtali við forstjóra Arnarlax kemur fram í fyrsta skipti hversu gríðarleg fjöldi af eldislöxum drapst í sjókvíum hjá félaginu síðasta vetur. Samkvæmt fréttum sem birtust í febrúar og mars var staðfest að um 53 þúsund laxar hefðu drepist en líklegt væri að sú...
Eiturefnahernaðurinn gegn náttúrunni á Vestfjörðum heldur áfram
NÝ FRÉTT: Arnarlax hefur fengið heimild til að nota lúsaeitur í sjókvíum sínum í Arnarfirði. MAST gefur leyfið og undir fundargerðina, þar sem ákvörðunin var tekin, skrifar Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma. Þetta er sami Gísli og sagði fyrir tveimur árum að...
Strokulax veiddist í Eyjafjarðará
Því miður má búast við því að fréttir sem þessar verði tíðar í haust. Og munum að þetta er bara toppurinn á ísjakanum. Miklu fleiri eldisfiskar eru í ánum en þeir sem veiðast. Skv. umfjöllun Fréttablaðsins: „Hann þumbaðist við í smá stund en svo var bara eins og ég...
Laxalús er alvarlegt vandamál í íslensku sjókvíaeldi
Mjög athyglisvert er að bera saman þær upplýsingar sem koma fram í tveggja ára gömlum fyrirlestri Gísla Jónssonar, dýralækni fisksjúkdóma hjá MAST, við frétt Fréttablaðsins sem birtist í vikunni af lúsavanda í íslensku sjókvíaeldi. Í frétt blaðsins kemur fram að...
Umhverfisstofnun vill ekki gefa Arnarlaxi afslátt af starfsleyfi til að menga meira
„Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun kemur fram að stofnunin telji að Arnarlax þurfi að starfa í samræmi við ákvæði beggja leyfa, rekstrarleyfis og starfsleyfis, og mælir ekki með því við ráðuneytið að undanþága vegna hvíldartíma verði veitt.“ Mjög mikilvægt er að fá...
Auglýsingaslagorð Arnarlax grátbroslegt í ljósi nýjustu frétta
Sá texti sem blasir við á forsíðu vefsvæðis Arnarlax er vægast sagt grátbroslegur í ljósi frétta af fyrirtækinu. Þar stendur stórum stöfum: "SALMON FARMED IN HARMONY WITH NATURE". Þessi rekstur er þó ekki í neinni sátt við náttúruna. Eldisdýrin eru illa haldin af...
„Er kerfið að verja laxeldisfyrirtæki?“ – Grein Bubba Morthens
Spurningin í fyrirsögninni hér er réttmæt hjá Bubba. „Mengunin sem kemur frá þessum kvíum er rosaleg og hefur gríðarleg áhrif á lífríkið, þess vegna er kveðið á um að það þurfi að hvíla svæðið í átta mánuði. Það er til þess að lífríkið í firðinum geti jafnað sig. Í...
Ákvörðun kokkalandsliðsins vekur athygli utan landsteinanna
Sú ákvörðun kokkalandsliðsins að hafna styrktarsamningi við Arnarlax á grundvelli sjónarmiða um vernd umhverfisins og lífríkisins og að hráefnið sé ekki samboðið liðinu, hefur vakið athygli víða um heim. Hér er frétt um málið í Dagens Næringsliv, sem er helsta...
Lúsafár hafa líka herjað á íslensk sjókvíaeldisfyrirtæki
„Bréf dýralækna sýna að velferð laxanna hafi verið í hættu í mörgum tilvikum þar sem fiskurinn hafi verið mjög lúsugur ofan á þá staðreynd að hann hafi verið nýrnaveikur,“ segir í þessari frétt sem birtist fyrst í Fréttablaðinu. Þar kemur líka fram að íslensku...