Þetta er ljósmynd af annarri eldishrygnunni sem var fönguð í Fífustaðadalsá við Arnarfjörð í haust. Að sögn Jóhannesar Sturlaugsson líffræðings var eldishrygnan aðeins nokkrum klukkustundum frá því að hrygna. „Við forðuðum heimastofninum frá blöndun í þetta sinn,” sagði hann í samtali við fréttastofu RÚV.

Jóhannes hefur vaktað þrjár ár í Arnarfirði undanfarin fjögur ár. Myndin var tekin þegar hann opnaði hrygnuna á bakka Fífustaðadalsár rétt eftir að hún kom á land.

https://www.facebook.com/icelandicwildlifefund/photos/a.287660261701544/535113346956233/?type=3&theater